Þinn áttaviti
Léttur og skemmtilegur fyrirlestur með Valgerði Bachmann sunnudaginn 13.október .2024 frá kl 16:00-17:30 um sjálfstraust og styrkleika. Við erum alltaf í sjálfskoðun og græðum alltaf á því að skoða okkur sjálf.
Langar þig að taka þátt í léttri umræðu og skoða sjálfan þig? Þá er þetta algjörlega fyrir þig.
Komdu á skemmtilegan fyrirlestur fyrir þig. Valgerður mun láta alla hafa hjálpar gögn til að hver og einn geti skoðað fyrir sig sjálfa/n á meðan fyrirlestrinum stendur og haldið áfram að skoða fyrir sig eftir fyrirlesturinn.
Fyrirlesturinn er bæði fyrir þá sem finnast þeir vera með sjálfstraust og þá sem vilja skoða það aðeins betur, því sjálfskoðun er okkar æviverkefni.
Valgerður hefur unnið mikið með fólki, börnum og unglingum að skoða, auka sjálfstraustið og styrkleika. Valgerður veit ekkert skemmtilegra að deila sínu og vera í hóp með fólki.
Takmarkaður fjöldi er á viburðinn og þarf að bóka fyrirfram á hann.
Verð: 3.000 kr en 2.000 kr fyrir félagsmenn.
Ef þú hefur áhuga á fyrirlestrinum og kemst ekki eða býr ekki á höfuðborgasvæðinu, g mun Valgerður halda fyrirlesturinn á netinu.. Hægt er að senda á srfi@srfi.is Biðlisti á þinn áttaviti
Skráning á viðburðinn eða á biðlista fyrir netfyrirlestur hér: https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.