Næsti viðburður
Föstudaginn 17,janúar klukkan 20:00 verður Ása Ásgrímsdóttir með skyggnilýsingu í sal okkar í Skipholti 50d.
Ása hefur haldið fjölmargar skyggnilýsingar og hlakkar okkur mikið til að fá hana til okkar
Verð 3500kr
Félagsmenn 2500kr
Hægt er að tryggja sér sæti á skyggnilýsinguna. Til þess að tryggja sér sæti þarf að panta og greiða fyrir sætið hjá skrifstofu í síma 551-8130 eða á srfi@srfi.is og fá þar greiðsluupplýsingar.
ATH!! Sætið er einungis tryggt eftir að greiðsla berst.
Húsið opnar kl: 19:30. Lokar kl 20:00
Posi á staðnum
Við erum í Skipholti 50d 105 Reykjaví
Dagskrá og viðburðir
Starfsfólk SRFÍ
Valinn maður í hverju rúmi
Hjá SRFÍ starfar fólk með margvíslega og mismunandi hæfileika, þjálfun og bakgrunn. Allt saman einstaklingar sem eru einstakir á sinn hátt og fjölbreytnin hjálpar þér að velja þjónustu við hæfi. Við lítum þannig á að miðlun sé samheiti yfir t.d. heilun, miðlun skilaboða að handan, skyggnilýsingar, spádómar og spilaspár.
Þeir miðlar sem starfa fyrir Sálarrannsóknarfélag Íslands hafa verið prófaðir af aðilum á vegum stjórnar félagsins. Hafa þarf í huga að hver miðill vinnur á sinn sérstæða hátt og mislengi.
Við mælum með að þú skoðir myndirnar og veljir fyrir þig.