Þróunarhópar

Uppgötvaðu þá hæfileika sem þú býrð yfir og þróaðu þá

Hvað gerum við?

Fyrirbænir, miðilsfundir, skyggnilýsingar, heilun og hugleiðsla

Hugleiðslur

Hugleiðslur eru mikilvægar þegar andleg vinna er stunduð

Gjafabréf

Öðruvísi gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um. Nánari upplýsingar á skrifstofu SRFÍ.

Sálarrannsóknarfélag Íslands mun vera opið eins og er, eða þar til aðrar ákvarðanir verða teknar í ljósi Covid-19 og verður staðan endurmetin reglulega.

Munum við fylgja reglum um fjölda og fjarlægð á milli fólks.

Ef þeir aðilar sem eiga pantaða tíma treysta sér ekki til að koma inn, hringið á skrifstofuna og afpantið ykkar tíma 5518130
Eins er, ef miðill treystir sér ekki til að sjá fólk munum við afboða bókaða tíma.

Stjórn SRFÍ

 

Opinn bæna og hugleiðsluhópur, alltaf á mánudögum

 

.

Mánudagar 20:00 – 21:30

Bæna og hugleiðsluhringurinn
með Dóru Kristínu.

 

Fullbókað er í alla þróunarhópa til vors 2020

Þriðjudagar 19:00 – 21:00

Transmiðlun og miðilsþróun
með Garðari Jónssyni.

Þriðjudagar 19:30 – 21:30

Hugleiðlsa, næmni og tengingar
með Davíð Guðmundssyni.

Fimmtudagar 19:30 – 21:30

Tarotspilin – Lyklar að leyndardómum
með Soffíu Petersen.

Fimmtudagar 19:30 – 21:30

Þróunarhópur
með Friðbjörgu Óskarsdóttur og Unni Teits.

Fyrirbænir og bænarhringur

Dóra Kristín leiðir bæna og hugleiðsluhring á mánudagskvöldum. Verðið er 1.500 krónur og er borgað fyrir hvert skipti, frjáls mæting.

Þróunarhringur

Í þróunarhringjum er aðaláherslan lögð á hugleiðslu og sjálfstyrkingu. Með hugleiðslu náum við betra jafnvægi á huga og líkama og tengjumst innri kjarna með ljósi kærleikans og guðlegri orku. Hugleiðslan opnar fyrir næmnina. Við skynjum betur eigin orku, orku annarra, lærum að tengjast leiðbeinendum okkar, verndarenglum og hinum andlega heimi. Bæna og hugleiðsluhringurinn er á mánudagskvöldum kl. 20:00 og eru allir velkomnir.