Hvað býr í heimi andanna?

Eflum virðingu og áhuga á andlegum málum

Þróunarhópar

Uppgötvaðu þá hæfileika sem þú býrð yfir og þróaðu þá

Hvað gerum við?

Fyrirbænir, miðilsfundir, skyggnilýsingar, heilun og hugleiðsla

Hugleiðslur

Hugleiðslur eru mikilvægar þegar andleg vinna er stunduð

Gjafabréf

Öðruvísi gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um.

Nánari upplýsingar á skrifstofu SRFÍ.

Viltu gerast félagsmaður?

Hefur þú áhuga á að gerast félagi í Sálarrannsóknarfélagi Íslands.

Kostir þess að gerast félagi eru t.d.

  • Það er 1000 kr. afsláttur hjá miðli 1 skipti á ári.
  • 500 kr. afsláttur á allar skyggnilýsingar.
  • Styrkja okkar frábæra félag.
  • Leiguverð á sal er 10% lægra til félagsmanna.
  • Vera í forgangi á námskeið hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands.

Viltu gerast styrktarvinur?

Nú bjóðum við bæði félagsmönnum og öðrum að gerast styrktarvinur Sálarrannsóknarfélagsins á Íslandi. Hægt er að leggja beint inn á bankareikning félagsins og valið styrktarupphæð við þitt hæfi.

Bankareikningur: 0301-26-053296
Kennitala: 540269-1309

Allur stuðningur fer beint í uppbyggingu og starfsemi Sálarrannsóknarfélagsins á Íslandi.
Stuðningur er óafturkræfur og þökkum við veittan stuðning.

Fyrirbænir og bænarhringur

Dóra Kristín leiðir bæna og hugleiðsluhring. Verðið er 1.500 krónur og er borgað fyrir hvert skipti, frjáls mæting.

Þróunarhringur

Í þróunarhringjum er aðaláherslan lögð á hugleiðslu og sjálfstyrkingu. Með hugleiðslu náum við betra jafnvægi á huga og líkama og tengjumst innri kjarna með ljósi kærleikans og guðlegri orku.
Hugleiðslan opnar fyrir næmnina. Við skynjum betur eigin orku, orku annarra, lærum að tengjast leiðbeinendum okkar, verndarenglum og hinum andlega heimi. Bæna og hugleiðsluhringurinn er á mánudagskvöldum kl. 20:00 og eru allir velkomnir.