Heilunarhugleiðsla með Ásthildi Sumarliða 06.október Fræðsla – hugleiðsla- heilun

Fræðsla – hugleiðsla- heilun

Ásthildur Sumarliða verður með heilunarhugleiðslu í sal okkar í Skipholti 50d.

Sunnudaginn 06.október kl 17:00.

Stundun felst í fræðslu. hugleiðslu og heilun

Ásthildur hefur alltaf verið næm og hún telur að lífið sjálft hafi á margan hátt stuðlað að þróun miðilshæfileika hennar. Lífsreynslan, tengsl við fólk, námskeið og margvíslegar upplifanir hafa fleytt henni áfram í andlegum þroska.

Ásthildur er sambands spámiðill, OPJ meðferðaraðili, reikimeistari og hún hefur verið að þjálfa sig sem transmiðil og unnið með transheilun.

Hún hefur haldið námskeiðin: Þjálfun miðilshæfileikans, Transheilunarnámsskeið og Spáð í spilin – þau gömlu góðu.

Markmið Ásthildar er að vinna af heiðarleika og að nýta vettvang alkærleikans fyrir sína vinnu.

Húsið opnar 16:30.

Allir velkomnir

Frjáls framlög

Öll innkoma rennur óskipt til félagsins.