Málað með englum með Gló Ingu 19.október

Mála með englum:

Tengstu þinni orku í gegnum form og liti. Á þessu námskeiði munt þú fá tækifæri til að tengjast þinni innri orku og englaorku í gegnum sköpun. Þú munt nýta form, liti og línur til að mála þína eigin uplifun á englana sem umkringja þig. Þín skapandi orka og gleði munu leiða þig að því að tjá visku þína og gera englana sýnilega í þínu málverki.

Fyrir hverja er námskeiðið: –
Fyrir þá sem vilja tengjast sinni andlegu orku. – Fyrir þá sem hafa áhuga á listsköpun og tjáningu í gegnum málun. – Fyrir alla sem vilja dýpka tengsl sín við sína innri veru og leiðsögn- Fyrir alla sem vilja leika sér með litum og hafa það gaman.

Frjáls málun þar sem þú leiðir orkuna frá hjarta þínu í gegnum pensilinn. Þú þarft ekki að hafa málað áður til at geta verið með og tjáð þig á þinn hátt.

Eftir meira enn 30 ára starf í Danmörku er Gló Inga nú flutt til Íslands. Hún hefur mikla reynslu í myndlist og hefur rekið sinn eigin myndlistarskóla. Gló Inga hefur einnig lokið 3 ára námi í listmeðferð. Hún er með eigið lítið gallerí á Hjalteyri þar sem hún býr og starfar.

Þú þartft að koma með þína eigin pensla og striga.
Málning á staðnum.

Kaffi eða te er á staðnum.

Laugardagur 19.október frá 10:00-18:00.

Verð 31.000kr

Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.