Vinnustofa í Blindteikningu og Orku Handarinnar með Gló Ingu Lófalesara
Það er mér mikil gleði að bjóða þér á þessa einstöku kynningu þar sem þú færð að kynnast blindteikningu – töfrandi verkfæri sem opnar nýja sýn á orku handarinnar og sýnir tengslin milli innri og ytri veruleika. Með yfir 30 ára reynslu sem lófalesari og kennari í blindteikningu og lófalestur vil ég deila með þér minni þekkingu, innsæi og reynslu. Blindteikningin er einstök aðferð til að: Varpa ljósi á orkuflæði þitt og persónulega styrkleika
Skapa tengingu við innri kraft og möguleika
Fá nýjan skilning á sjálfum þér og lífsleið þinni Þessi vinnustofa er fyrir alla sem vilja uppgötva nýja möguleika og kynnast sjálfum sér á dýpri og skapandi hátt.
Föstudagurinn 26.september frá 17:00-20:00
Verð 15.000kr
Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
