Þróunarhópur Sálarannsókna með Ásthildi Sumarliða

Þróunarhópur fyrir þá sem hafa áhuga á sálarrannsóknum. Námskeiðið samanstendur af fræðslu, æfingum tengdum orku, transþjálfum, transheilun og hugleiðslu.  Farið verður yfir mikilvægi bænarinnar

Kærleikurinn er undirstöðu lögmál allra  andlegrar verundar mannsins.

Þessi þróunarhópur er einungis fyrir þá sem hafa þreifað fyrir sér í andlegum málum og eru óhræddir við að skyggnast bak við luktar dyr Spiritismanns.

Ásthildur hefur alltaf verið næm og hún telur að lífið sjálft hafi á margan hátt stuðlað að þróun miðilshæfileika hennar. Lífsreynslan, tengsl við fólk, námskeið og margvíslegar upplifanir hafa fleytt henni áfram í andlegum þroska.

Ásthildur hefur verið að þjálfa sig sem transmiðil og vinnur með transheilun.Hún hefur sótt nokkur námskeið hjá líkamsmiðlinum Scott Millingan.

Ásthildur er sambands spámiðill, OPJ meðferðaraðili, reikimeistari og vinnur með Transheilun.

Ásthildur hefur haldið námskeiðin: Þjálfun miðilshæfileikans, Transheilunarnámsskeið og Spáð í spilin – þau gömlu góðu.

Ásthildur hefur haldið skyggnilýsingar hjá félaginu og einnig staðið fyrir heilunarhugleiðslustund til styrktar félaginu.

Markmið Ásthildar er að vinna af heiðarleika og að nýta vettvang alkærleikans fyrir sína vinnu.

Umsóknir í Þróunarhópinn er á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/

Takmarkaður fjöldi.

Námskeiðið hefst 9.febrúar

Sunnudagar frá 17:00-19:00.

Mæting 16:30

8.skipti

Verð 40.000kr