TAROT – Saga sálar með Úlfhildi Örnólfs helgina 17.-18.maí.

TAROT – Saga sálar

Námskeið fyrir alla sem vilja kynnast heimi Tarot spilanna.

Námskeiðið byggir á Tarot kerfi Rider-Waite-Smith og fer fram í formi fyrirlestra, fræðslu og verklegra æfinga. Unnið verður ýmist stakt eða í pörum.

Þátttakendur fá til eigu hefti með samsafni af Tarot lögnum, sumar hverjar sem verða notaðar við æfingar á námskeiðinu.
Þátttakendur hafa sín eigin spil meðferðis og gott er að hafa glósubók og skriffæri.
Ef þátttakandi á ekki sín eigin spil er möguleiki að fá lánuð, en takmarkaður fjöldi er af stokkum til láns.

Námskeiðið hentar vel fyrir byrjendur, sem og lengra komna.

Á námskeiðinu verður farið yfir:
• Sögu og uppruna Tarot spilanna
• Hringrás og þroskasaga sálarinnar í Tarot
• Túlkun og táknmyndir spilanna
• Æfingar í Tarot lestri
• Tenginguna við spilin og spáþega
• Ýmis skemmtileg talna- og stjörnuspeki
• Alls kyns fróðleikur sem gagnast til læra á Tarot stokkinn og viðhalda þekkingunni

Kennari er Úlfhildur Örnólfsdóttir.

Úlfhildur miðlar með tarot spilum og nýtir þau á ýmsan hátt, ásamt því að hafa safnað sér alls kyns fróðleik um þau gegnum árin. Jafnframt heldur hún úti Facebook síðunni Úlfsaugu Spámiðlun þar sem hún vinnur með Tarot og ýmis leiðsagnarspil á margvíslegan máta.

Námskeiðið fer fram helgina 17.-18. maí og verður kennt báða dagana kl. 11-15 með stuttum kaffipásum.

Námskeiðsgjald 24.000 kr.

Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.

Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.

Bóka tíma á netinu: https://noona.is/saloisland