Bangaly flutti til Íslands frá Gíneu fyrir ári síðan. Bangaly hefur dansað frá unga aldri og var aðaldansari og listrænn stjórnandi í dansflokki sínum, Ballet Matam. Bangaly er vinsæll danskennari í sínu heimalandi og er einnig að kenna afródans í Kramhúsinu.
Afródans er frábær leið til að losa um hömlurnar og hreyfa við orkustöðvunum og með því tengjumst við kjarna okkar betur.
Föstudagurinn 7.mars
Klukkan 20:00.
Húsið opnar 19:30.
Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
Verð 3000kr