Heilun og hugleiðsla með Sigríði Elínu Olsen byrjar 1.október

Ert þú forvitin um andleg mál, finnst þér þú skynja eitthvað eða finnurðu fyrir næmleika og fleira sem þú getur kannski ekki útskýrt eða skilið? Eða viltu bara koma og vera með og vinna enn betur í þér í öruggu umhverfi og með leiðsögn fyllt af kærleika?

Þá býð ég þér að koma með mér í leiddar hugleiðslur þar sem við könnum alheimsorkuna saman. Á sama tíma tökum við á móti heilun sem fer í gang og vinnur með það sem þú þarft á að halda í það skiptið. Við sitjum saman í fallegum kærleiksríkum hring og ég gef þér líka heilun ásamt mínum leiðbeinendum þegar ég fer hringinn og heila hvern og einn í nokkrar mínútur. Í þessu ferli myndast mikil orka í kringum alla í hópnum og hópinn sjálfan. Á eftir breytist kannski orkan og verður hraðari og þá förum við meira í miðlunina, drögum spil, skynjum mismunandi orku saman sem hópur og höfum þetta soldið létt líka. Engar kröfur eru gerðar til neins á þessum kvöldum, bara koma, vera með og taka á móti heilun og kærleika, næra sálina með þessu sem er allt í kringum okkur, alheimsorkunni. 

Námskeið sem Sigríður Elín er með hjá félaginu.

Hugleiðslu- og þróunarhópur Andreu og Siggu Viltu auka næmni þína og Innsæi?

Viltu læra að lesa í Tarot.

Byrjar miðvikudaginn 1.október kl 17:30
Kl 17:30-19:30
4 skipti á miðvikudögum.
Verð 20.000kr

Skráning á netinu https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.