Upptaka af fyrirlesti Gísla Guðmundssonar Astralferðalög og utanlíkamareynslur

Vegna mikils áhuga á fyrirlestrinum um astralferðalög og utanlíkamareynslur með Gísla Guðmundsyni bjóðum við upp á að þú getir keypt agang að upptöku af fyrirlestrinum.

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvað gerist þegar við förum út fyrir líkamann í svefni eða djúpri hugleiðslu? Eða hvernig við getum skoðað aðra veruleika í gegnum draumvitund? Þá er þessi fyrirlestur fyrir þig.

Ég. Gísli Guðmundsson er stjórnarmeðlimur í Sálarannsóknarfélagi Íslands og tölvunarfræðingur, ætla að deila með ykkur minni innsýn í þessa heillandi heima. Í mínu starfi legg ég áherslu á vísindalega nálgun, en stundum skortir okkur tæknina til að framkvæma rannsóknir á vissum sviðum. Þá þurfum við að byggja á kenningum og skilningi okkar á eðlisfræði til að kanna þessi óvenjulegu fyrirbæri.

Í þessum fyrirlestri mun ég fjalla um hvernig fólk hefur upplifað sig fara út fyrir líkamann, hvaða fyrirbæri má sjá í astralheiminum, og hvernig þessi reynsla getur tengst öðrum veruleikum og jafnvel verum sem gætu verið utan okkar hefðbundnu skilnings – verur eða vitundir úr öðrum víddum. Einnig mun ég skoða rannsóknir á astralferðalögum, þar á meðal rannsóknir Monroe Institute, þar sem astralplanið var rannsakað ítarlega, og Stargate-áætlun CIA, sem rannsakaði þessa reynslu sem hluta af leynilegum rannsóknum á fjarvitund og fjarútsýn.

Vinsamlegast sendu okkur póst á srfi@srfi.is eða hringdu í síma 551-8130 til að fá greiðsluupplýsingar. Eftir að okkur hefur borist greiðsla munum við senda þér link að viðburðinum,

Verð 2000kr

Félagsmenn 1000kr