Hafdís Önnudóttir Kúld

OPJ og Sambandsheilun
Hafdís vinnur með sambandsheilun þar sem oft koma ættingjar, vinir og fleiri í heimsókn með skilaboð, minningar eða bara til að vera með á meðan heilun stendur yfir. Enginn tími er eins og því ekki alltaf sem einhver gerir vart við sig en heilunin og þær ljósverur sem vinna með Hafdísi eru ávallt til staðar.
Hafdís endar alla tíma á því að skrifa niður skilaboð og fleira sem kemur til hennar á meðan á tímanum stendur. Viðkomandi getur svo tekið þau með sér heim.
Á meðan Hafdís skrifar skilaboðin, heldur viðkomandi áfram að liggja á bekknum og taka við þeirri heilun sem er enn í gangi þar til hún kemur og slítur tímanum.
Hafdís býður einnig upp á staðbundna heilun þar sem hún vinnur á ákveðnu svæði á líkamanum sem þarfnast aðstoðar.
í upphaf tímans spyr hún viðkomandi hvar hann þarf heilun og hún einbeitir sér eingöngu að því svæði. “í staðbundinni heilun er ljósið og orkan leidd beint að þeim stað sem þarfnast mest heilunar” Öflug leið til þess að jafna, mýkja og losa stíflur.
Einnig vinnur hún við að jafna andlega orku þegar andleg þyngsli eiga við.
“Það er ekki hægt að segja að ég sé ekki búin að vera með aðra höndina í þessum málum síðan ég var rúmlega tvítug, því í mörg ár hef ég miðlað og heilað ættingja og vini, farið á námskeið og fundið fyrir, heyrt og séð.
Enn með hjálp frá yndislegu fólki og vina minna að handan hóf ég það góða og fallega starf að heila og miðla til þeirra sem það vilja..
Hafdís Önnudóttir Kúld
Tímabókanir á netinu: https://noona.is/saloisland eða í síma 551-8130.