
- This event has passed.
*FULLBÓKAÐ* Þjálfun miðilshæfileikans með Ásthildi helgarnámskeið dagana 25-26.sept
25. September 2021 - 26. September 2021
20.000kr
*FULLBÓKAÐ*
Þjálfun miðilshæfileikans
Á þessu helgarnámskeiði mun Ásthildur Sumarliðadóttir kenna einfalda tækni sem þú getur notað þegar þú vinnur með þinn andlega hæfileika.
Þetta námskeið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Þetta námskeið er gott fyrir þá sem hafa áhuga á að efla sinn miðilshæfileika og læra að vinna með hann á einfaldan og auðveldan hátt. Kennsluaðferðina hefur hún þróað með sjálfri sér og hefur hún reynst mörgum vel.
„Ég trúi því að besta þjálfunin sé að gera æfingar sem efla þína næmni í að sjá heyra og finna“ segir Ásthildur.
Ásthildur Sumarliðadóttir er Reikimeistari,Opj þerapisti og hefur unnið í gegnum tíðina með transheilun, spáð í spil, verið í markvissri transþjálfun síðan 2005 og þjálfun í vökumiðlun. Hún hefur farið á mörg trans/heilunar og miðilsnámskeið í hinum virta Arthur Findlay skóla í Bretlandi.
Námskeiðsgjald er 20.000 kr
Námskeiðið verður 25-26.september 2021
Mæting kl 10.00-16.00 báða dagana.