Viltu auka næmni þína og innsæi?Hugleiðslu og þróunarhópur með Andreu og Siggu.

Viltu auka næmni þína og innsæi?
Hugleiðslu og þróunarhópur með Andreu og Siggu

Nærum huga okkar og eflum skilning á orku okkar og skynjun. Allir hafa hæfni og hæfileika í andlegri skynjun, sumir hafa meiri reynslu og aðrir að stíga fyrstu skref. Hver tími er byggður upp af langri hugleiðslu, umræðum og æfingum í skynjun og miðlun þar sem allir fá að spreyta sig.

* Hefst í september
* Þriðjudagskvöld frá kl.20-22

Leiðbeinendur: Sigríður Elín Olsen og Andrea Margeirsdóttir

Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130

Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.

Um leiðbeinendur:

Sigríður Elín hefur alltaf verið næm og hefur verið í andlegum málum í yfir tuttugu ár. Hún hefur verið í þróunarhringjum og þannig lært að þróa með sér miðilshæfileika sína, Sigríður starfar sem miðill, spámiðill og Reiki heilari og sambandsheilari. Sigríður starfar hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands. Frekari upplýsingar um Sigríði má finna á heimasíðu Sálarrannsóknarfélags Íslands, srfi.is
Netfang: sigridurelin@gmail.com

Andrea er með B.A í sálfræði, er félagsráðgjafi, yoga kennari og yoga nidra kennari. Hún hefur sótt fjölda námskeiða tengdum andlegum málum, setið í þróunarhringjum og verið í þjálfun hjá góðum kennurum. Andrea er með aðstöðu hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands og tekur þar á móti einstaklingum í einkatíma í miðlun, vinnur með einstaklinga á bekk og við sálrænan stuðning/ráðgjöf.
Frekari upplýsingar um Andreu má finna á síðu hennar
Fb.Í átt að betri líðan
Netfang: margeirsdottir@gmail.com