Ásta Óla
Vedísk stjörnuspeki með Ástu Óla
Kennt verður í tveggja vikna tímabili, þ.e. á fjórum kvöldum og löngum laugardegi.
- 19. janúar, Þriðjudagskvöld Kl. 19.00 – 22.00
- 21. janúar, Fimmtudagskvöld Kl. 19.00 – 22.00
- 26. janúar, Þriðjudagskvöld Kl. 19.00 – 22.00
- 28. janúar, Fimmtudagskvöld Kl. 19.00 – 22.00
- 30. janúar, Laugardagur Kl. 10.00 – 16.00
Verð: 40.000
Vedísk stjörnuspeki
Nú gefst tækifæri að byrja frá grunni að læra þessa frábæru stjörnuspeki sem kennir manni svo mikið um mann sjálfan og aðra.
Allir velkomnir, engin undirstöðuþekking nauðsynleg. Námskeiðið er miðað við byrjendur og undirstöðuatriði kynnt mjög vel, svo allir geti verið með.
Allir fá námsefni á íslensku um:
- Tákn og helstu hugtök.
- 12 hús dýrahringsins.
- Plánetur (sól, tungl, mars, merkúr, júpiter, venus, satúrnus, rahu og ketu)
- Stjörnukort allra sem eru á námskeiðinu verða skoðuð af ykkur um leið og þið lærið um eðli pláneta og húsa.
Um leið og þið gangið frá skráningu, gefið upp símanúmer ykkar og meil ásamt upplýsingum um:
- Nafn.
- Fæðingardag/mánuð/ár.
- Hvar fædd (t.d. Rvk. eða Akureyri).
- Klukkan hvað fædd.
Ásta óla
Ásta Óla er fædd í einu af braggahverfum Reykjavíkur, var sett í fóstur og var frá unga aldri í sumarvinnu í sveit eða í fiski. Hún lærði kjólasaum og vann við fagið í 20 ár.
Hún kynntist vedískri stjörnuspeki 1990 á námskeiði hjá James T. Braha og þá varð ekki aftur snúið. Stjörnuspekin heillaði Ástu strax, og gerir enn 30 árum síðar.
Um aldamótin lágu saman leiðir Ástu Óla og Komillu Sutton sem rak farskóla í mörgum löndum og gaf út bækur um vedíska stjörnuspeki. Mörgum námskeiðum síðar lá leiðin til Indlands í útskriftarferð með samnemendum frá 11 löndum, í janúar 2007.
Síðan þá hefur Ásta Óla verið félagi í bresku stjörnuspekisamtökunum í vedískri stjörnuspeki, BAVA. Samtökin halda árlega ráðstefnu, oftast í apríl, en þar eru ávallt mjög færir stjörnuspekingar með góða og gagnlega fyrirlestra bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Árið 2009 gaf Ásta út bókina Vedísk stjörnuspeki, ætlaða þeim sem vilja sem taka fyrstu skrefin í að kynna sér fræðin.