Transheilunar námskeið með Ásthildi

Helgina 12. - 13.mars frá kl 10:00-16:00 mun Ásthildur Sumarliðadóttir

halda námskeið fyrir þá sem vilja læra að vinna með transheilun og

fjarheilun.

Byrjað verður báða dagana á hugleiðslu sem mun efla þitt jarðsamband,

þitt samstarf við þína verndara og leiðbeinendur er koma að þinni

andlegu vinnu og heilunar starfi.

Námskeiðið felst í fræðslu, leiðsögn og æfingum tengdum transheilun og

fjarheilun.

Boðið er uppá kaffi/te og 1.klukkustund fyrir matarhlé.

Námskeiðsgjald er 20.000 kr

Skráning á email: asasumarlida16@gmail.com

Ásthildur hefur unnið með transheilun frá 2007. Hún er

sambandsspámiðill, OPJ þerapisti, reikimeistari og hefur setið í

transmiðils þjálfun frá 2007-2019. Hefur sótt nokkur transmiðils og

transheilunar námskeið í Arthur Findlay skólanum í Bretlandi.

Ásthildur hefur haldið nokkur námskeið í þjálfun miðilshæfileikans og

transheilunarnámskeið bæði hér heima og í Noregi.