Íris Rögnvalds og Þröstur

Þróunarhópur með Írisi og Þresti

Kennt verður 14 skipti á fimmtudagskvöldum, ., kl. 19:30 – 21:30

Verð: 45.000

Þróunarhópur með Írisi og Þresti

Grunnur kennslunnar er “Kjarnavinna” sem er sjálfsvinna þar sem aðaláhersla er lögð á að tengjast kjarnanum, tengingu við æðra sjálfið , innri þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum líf okkar nú og fyrri líf, auka næmnina og tengjast hæfileikum okkar, einnig efling í að hlusta á innsæið, sem er í raun það eina í lífinu sem er fullkomlega treystandi. Einnig að styrkja sjálfsmyndina. Við veljum sjálf hvað við gerum með hæfileika okkar. Hugleiðslan er m.a góð leið til að ná þeirri tengingu og verður lögð mikil áhersla á hana og verður undirstaða sjálfsvinnunnar.

Hugtakið “Ég er” er grunnur námsefnisins. Merking þess er að í okkar innsta kjarna séum við með tengingu við okkar eigin guðlega kjarna og við kjarna Alheimsins. Til að ná þeirri tengingu er nauðsynlegt að þekkja sjálfan sig, bæði styrkleika og veikleika. Tengjast leiðbeinendum og efla hlustun. Einnig að skoða hin ýmsu hlutverk okkar í lífinu.

Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfsskoðun, bæði sem andlegar og jarðneskar verur. Í því felst að efla tengingar okkar við okkur sjálf (efnið og andann), líkamann og sköpunina sem við búum öll yfir. Vinnum með orkustöðvarnar. Einnig eru æfingar í heilun, skynjun og miðlun.