Valgerður verður með þróunarhóp í vetur í sex skipti sem er bæði fyrir lengra komna og byrjendur. Farið verður um víðan völl tengt alheimsorkunni með æfingum, fræðslu, spilum, draumum, heilun og miðlun. Valgerður leggur mikið upp úr því að allir fái að njóta sín og veitir stuðning til að þú finnir og eflir þína leið í andlegum málum.
Komdu með í skemmtilegan hóp þar sem við njótum saman að efla og styrkja okkur sjálf og hvort annað
Hópurinn hittist 1 sinni í viku
Valgerður Bachmann hefur starfað opinberlega í andlegum málefnum síðan 2009 og bíður upp á einkatíma í spá og miðlun. Valgerður er Reikimeistari, með Höfuðbeina og Spjaldhryggsjöfnun og heilun. Jóga og Jóga Nidra kennari, haldið jóga námskeið fyrir börn og jóga Nidra tíma fyrir fullorðna.
Haldið Sígaunanámskeið, Alheimsorkunámskeið og Draumanámskeið, er Markþjálfi, hefur unnið mikið með börnum og fullorðnum tengt andlega málefnum, verið með Þróunarhópa, hreinsað hús og haldið skyggnilýsingar um landið. Gefið út Alheimsorku spilin, Written in the stars spilin, Leiðin þín, barnabókina Hulda og töfrasteinninn, Litlu Stafabókina og Litlu tölubókina.
6.skipti
Hefst; auglýst síðar
Verð 30.000 kr
Skráning hér https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.

Bóka einkatíma á netinu: https://noona.is/saloisland