Ragnhildur Sumarliðadóttir leiðir þróunarhóp í haust sem er ætlaður byrjendum og lengra komnum.
Áhersla verður lögð á að þróa andlega hæfileika okkar, við lærum að tengja okkur, stundum hugleiðslur, heilun, miðlun, spil, bolla, fjarheilun, bænina og verndina. Æfingin skapar svo margt, aðalatriðið er að treysta og vinna saman á jákvæðan og skemmtilegan hátt.
Ragnhildur hefur alltaf haft áhuga á andlegum málum og verið skyggn frá barnsaldri. Hún hefur verið í transþjálfun, heilun, bænahringjum, lært á allskyns spil, bolla, hlutskyggni, vökumiðlun, reiki, opj, fjarheilun og haldið helgarnámskeið bæði í Noregi og á Íslandi.
Hún hefur sótt fjölmörg námskeið á Íslandi hjá breskum og íslenskum miðlum og hefur auk þess tekið ýmis námskeið erlendins eins og t.d við Arthur Findlay College í Stansted Hall.
Námskeiðið hefst 10.september 2024, Námskeiðið stendur í 12vikur og verður á þriðjudögum frá klukkan 17:30-19:30. Mikilvægt að mæta tímanlega.
Verð: 54.000kr
Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
Bóka einkatíma á netinu: https://noona.is/saloisland