Þróunarhópur með Ragnhildi Sumarliða og Magnúsi

Ragnhildur Sumarliðadóttir leiðir þróunarhóp í haust fyrir þá sem eru komnir aðeins lengra og hafa verið í slíkum hóp áður.

Áhersla verður lögð á að þróa andlega hæfileika okkar, við lærum að tengja okkur, stundum hugleiðslur, heilun, miðlun, spil, bolla, fjarheilun, bænina og verndina. Æfingin skapar svo margt, aðalatriðið er að treysta og vinna saman á jákvæðan og skemmtilegan hátt.

Ragnhildur og maðurinn hennar Magnús sjá um hópinn, Ragnhildur kemur til með að sjá alfarið um kennsluna en maðurinn hennar Magnús sér um hugleiðslur og slíkt.

Ragnhildur hefur alltaf haft áhuga á andlegum málum og verið skyggn frá barnsaldri. Hún hefur verið í transþjálfun, heilun, bænahringjum, lært á allskyns spil, bolla, hlutskyggni, vökumiðlun, reiki, opj, fjarheilun og haldið helgarnámskeið bæði í Noregi og á Íslandi.

Hún hefur sótt fjölmörg námskeið á Íslandi hjá breskum og íslenskum miðlum og hefur auk þess tekið ýmis námskeið í Englandi við Arthur Findlay College skólann í Stansted Hall.

Námskeiðið hefst 07.Febrúar 2023, stendur í 12 vikur og verður á þriðjuudögum klukkan 17:30-19:30, mikilvægt að mæta tímanlega.
Verð: 43.000

Skráning á srfi.is, srfi@srfi.is eða í síma Sími: 551 8130