Kristján Hlíðar

Þróunarhópur með Kristjáni Hlíðar

Kennt verður á þriðjudagskvöldum, 2. feb – 22. mar., kl. 19:00 – 21:30

Verð: 45.000 

Þróun hæfileika

Lögð verður áhersla á að þróa hæfileika hvers og eins á sinni eigin þróunarbraut.

Við erum öll andlegar verur, neistar af alheimsorkunni, með margs konar hæfileika og vilja til að láta gott af okkur leiða. í þróunarhópi Kristjáns verður unnið með að þróa áfram hæfileika sem búa í okkur. 

Saman fara þátttakendur endurtekið í ferðalag sem meðal annars:

  • Byggir upp orkuna.
  • Þjálfar næmni.
  • Styrkir tengingu við leiðbeinendur.
  • Hjálpar fólki að þekkja orkuna.
  • Miðla orku.
  • Og margt fleira.

Ýmsar æfingar, saman í hóp eða maður á mann, er mikilvægur hluti námskeiðsins.

Kristján Hlíðar

Kristján hefur verið næmur frá barnsaldri og barnið “sá og skynjaði öðruvísi en aðrir”. Hann hefur margvílega reynslu af andlegum málum, hefur stundað fyrirbænir og heilun yfir 30 ár, meðal annars fjölda ára í Grafarvogskirkju. 

Seinustu ár hefur hann auk heilunar einbeitt sér að þjálfun og kennslu í heilun og miðlun. Kristján hefur sótt margskonar námskeið, en hann hefur kennararéttindi í miðlun og heilun frá The Arthur Findlay College á Englandi.