Bryndís Emilsdóttir
Þróunarhópur með Bryndísi Emilsdóttur
Kennt verður á mánudagskvöldum, 1. feb – 26. apr., kl. 17:30 – 19:30
Verð: 42.000
Námskeiðið
Áhersla er lögð á að efla hæfileika hvers og eins með kærleikann að leiðarljósi.
Farið verður í hugleiðslur, leiðbeint með vernd, jarðtengingu, að auka innsæið og áran, orkan og orkutíðnin skoðuð. Fræðsla verður um miðlun og hún æfð, spáð í spilin og aðstoðað við að skynja og tengjast andlegum leiðbeinendum.
Unnið verður með kærleiksljósið og heilunarorkuna, hinar ýmsu aðferðir við heilun kynntar og þjálfað í að veita heilun. Einnig að senda ljós og orku þangað sem hennar er þörf.
Í hverjum tíma eru, auk hugleiðslu og fræðslu, verklegar æfingar þar sem fólk fær tækifæri til að spreyta sig.
Bryndís Emilsdóttir

Bryndís hefur leiðbeint í þróunarhringjum frá árinu 2008. Fyrst hjá Kærleikssetrinu en frá 2010 hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands. Hún hefur sótt námskeið í miðlun og heilun hjá hinum ýmsu miðlum bæði erlendum sem og innlendum, meðal annars hjá Tim Abbott, Isabella Duchene og Steven Upton.
Bryndís var í stjórn Sálarrannsóknarfélags Íslands til margra ára og forseti félagsins á árunum 2015-2017.