Þróunarhópur fyrir byrjendur með Berglindi Hilmarsdóttur
Kennt verður á þriðjudagskvöldum, 2. feb – 22. mar., kl. 19:00 – 21:30
Verð: 45.000
Þróunarhópur fyrir byrjendur verður einstaklingsmiðað námskeið þar sem hverjum og einum einstakling verður fylgt eftir.
Farið verður í hugleiðslur, lærum að tengja okkur og vernda, efla innsæið og auka næmni. Við skoðum spil, bæði engla- og tarot spil, kristalla og orkustöðvar og kíkjum í bolla.
Berglind Hilmarsdóttir
Berglind hefur verið skyggn frá barnæsku og hefur spáð í spil í yfir 30 ár. Hún hefur verið í ýmsum þróunarhópum í miðlun, heilun og transheilun.
Berglind er Usui Reiki Master og er með kennararéttindi í Englafræði og -heilun. Einnig er hún staðfestur meðlimur í International Association of Therapists.