Jón og Valgerður hafa stillt sína andlegu strengi saman og munu bjóða upp á Þróunarhópastarf fyrir byrjendur og lengra komna.
Þróun er upphafið um hvert er haldið í andlegum málum.
Stuðningur, fræðsla, æfingar, sjálfsvinna, fagmennska, kærleikur og lífsgleði verður alls ráðandi.
Hópurinn hittist 1 sinni í viku á þriðjudögum í 6 vikur frá 20:00-22:00 og hefst 19. September.
Jón Lúðvíks hefur starfað opinberlega síðan 2007 og bíður upp á einkatíma í miðlun, trans fundi og orku heilun. Haldið námskeið í miðlun, trans og orku heilun.
Jón Lúðvíks hefur hjálpað trans hringjum og Bænahópum. Einnig setið sjálfur í trans hring þar sem Gosi kemur í gegn og fræðir fólk.
Hann hefur haldið skyggnilýsingar, ýmsa viðburði og fræðslur tengd andlegum málefnum um allt land og utan landsteinana. Mikið hefur verið leitað til hans vegna orku í húsum og vegna barna sem eiga erfitt með að skilja sínar tengingar við andans heim.
Jón hefur sótt fjölda námskeiða erlendis í gengum árin. Hann hefur mikið frætt fólk um einfaldleika tengingar við andans heim/orkuna.
Valgerður Bachmann hefur starfað opinberlega í andlegum málefnum síðan 2009 og bíður upp á einkatíma í spá og miðlun. Valgerður er Reikimeistari, með Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun og heilun. Er jóga og jóga Nidra kennari, haldið jóga námskeið fyrir börn og jóga Nidra tíma fyrir fullorðna.
Hún hefur haldið Sígaunanámskeið, Alheimsorkunámskeið og Draumanámskeið, Valgerður er Markþjálfi, hefur unnið mikið með börnum og fullorðnum tengt andlega málefnum, hreinsað hús og haldið skyggnilýsingar um landið.
Rithöfundur og Útgefandi
Alheimsorkuspilin 2013
Written in the stars spilin 2017
Litla stafabókin 2018
Hulda og töfrasteinninn bók 2020.
Litla tölubókin 22.08. 2021
Spilin Leiðin þín 2021
Námskeiðsgjald er 30.000 kr.
Skráning fer fram á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ , srfi@srfi.is eða í síma 551-8130.
Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.
Bóka einkatíma á netinu: https://noona.is/saloisland