Þróunarhópur Guðrúnar fyrir byrjendur

Guðrún Kristín Ívarsdóttir verður í haust með þróunarhóp fyrir byrjendur.

 

Guðrún hefur verið skyggn frá barnæsku. Hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands hefur Guðrún boðið upp á einkatíma, leiðbeint fólki og hjálpð því að taka eigin ákvarðanir með líf sitt. Guðrún vinnur í fjólubláa geislanum með kærleikann að leiðarljósi og fær aðstoð frá leiðbeinendum sínum.

Í þróunarhópnum verður áhersla á hugleiðslur og mikið unnið með innra innsæi. Leitast verður eftir að finna leiðbeinendur hvers og eins ásamt því að gera æfingar í heilun.


Þriðjudagar kl. 19:30-21:30
Tímabil: frá 7 september
6 skipti
Verð: 23.000
Skráning á srfi@srfi.is