Þróunarhópur fyrir alla þá sem vilja efla sína andlegu hæfileika.
Ásthildur mun byrja að leiða hugleiðslu er tengist þeim æfingum sem hún er búin að ákveða fyrir hvert kvöld fyrir sig ásamt fræðslu.
Ert þú næm/ur á fólk, tilfinningar og/eða umhverfi?
Ert þú berdreymin/nn?
Kíkir þú i spil eða bolla?
Langar þig að fræðast og læra að vinna með þinn andlega hæfileika?
Ef svo er þá er þetta rétti hópurinn fyrir þig.
Ásthildur hefur í gengum tíðina þróað með sér einfalda tækni sem hefur reynst fólki mjög vel við sína andlegu vinnu ásamt því að auka næmnina. Ásthildur hefur alltaf verið næm og byrjaði að lesa í venjuleg spil á unglingsaldri (spámiðill). Hún hefur verið i transmiðilsþjálfun frá 2007 – 2019 og setið í þróunarhringjum. Hún er OPJ þerapisti, reikimeistari og hefur farið á nokkur námskeið í Arthur Findlay skólanum tengt transmiðlun/transheilun og miðlun. Ásthildur hefur haldið ýmis námsskeið hérlendis og erlendis, tengt miðlun og heilun og verið með vökumiðlun. Einnig hefur hún verið með tilraunakvöld í tengslum við andleg málefni, sem hafa verið byggð upp á fræðslu og æfingum.
Námskeiðið verður á fimmtudagskvöldum kl. 19.30 – 22.00 hefst 02.nóvember
4.skipti.
Námskeiðsgjald er kr 20.000kr
Skánig fer fram hér á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/, í síma 551-8130.