Þróun þíns innri manns með næmni og skynjun. Orka- Vitund-Þroski og heilun. 15.-21.apríl.

Vikunámskeið með Agnari Árnasyni

Orka- Vitund-Þroski og heilun.

 Á þessu námskeiði vikunámskeiði verður farið í að læra um orkuna. Læra um þína orku og orku annarra og hvernig við getum beitt henni og stjórnað.

Ég býð ykkur í að kanna með mér alheiminn sem við þekkjum svo vel. Við munum líta á hann frá svolítið öðru sjónarhorni en venja er og öðlast þannig tækifæri til að sjá inn í nýjar víddir hans og óvænta auðlegð.

Dagskrá: 15.-20.apríl

Mánudag-föstudag 15.-19.apríl frá 19:30-22:00

Hugleiðsla,fræðsla og samræður.

Við lifum í orkuheimi sem umlykur okkur. Á þess námskeiði mun ykkur verða kleift að sjá þetta orkusvið betur, skilja þau sannfæringamynstur sem eru ríkjandi og þá fjarorku annara sem hefur áhrif á okkur. Þetta er námskeið í því að gera hið ómeðvitaða meðvitað og kafa ofan í dularheima ósýnilegra krafta sem búa í okkur sjálfum og umhverfis okkur.

Það er margt til utan hinna fimm skynfæra okkar og það getur haft áhrif á okkur Með auknum skilningi á þessari orku getur hún orðið hjálpartæki sem auðveldar okkur förina hvert sem henni er heitið. 

Laugardag og sunnudag 20.-21.apríl frá 10:00-16:00

Hádegishlé frá 12:00-13:00

Hugleiðsla

Verklegar æfingar í á bekk

Vitundin snýr að því að vera meðvitaður um flæðið, hvaðan það kemur og hvert það fer.
Þroskinn felst í því að gera æfingar með hvort annað á bekk, og finna (staðfesta) skynjun okkar.
Þetta er grunnurinn að Heilun, hvað sem hún heitir, hvort sem það er Reiki eða eitthvað annað þá er þetta alltaf kjarninn sem við þurfum að þroska.

Verð: 45.000 kr

Skráning á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.