craft, tarot, divination

Tarotspilin – örnámskeið 14.sept

Allt það nauðsynlegasta um Tarotspilin:
aðalatriðin á 2 klst. námskeiði með Soffíu Petersen

Soffía er kennari að mennt og hefur haft áhuga á og notað Tarotspil í hátt á þriðja áratug. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í heilun og miðlun undanfarin ár og starfar nú hjá SRFÍ sem leiðsagnarmiðill.

Á þessu örstutta námskeiði er farið yfir öll helstu atriði spilanna, uppbyggingu þeirra og notkun. Námskeiðið hentar vel byrjendum og þeim sem vilja öðlast  grunnvitneskju og -færni  í notkun spilanna, áður en þeir kynna sér spilin nánar. Örnámskeiðið er byggt á Rider – Waite – Smith spilunum. Námsgögn fylgja.

Verð: 4.000
Dags: Þriðjudagur 14.sept 2021 klukkan 17:00-19:00

Skráning: með því að senda tölvupóst með nafni, kennitölu og símanúmeri á netfangið
srfi@srfi.is