Tarot-þróunar- og hugleiðsluhóp með Soffíu 4.janúar – 8.Febrúar

Soffía Petersen leiðir Tarot-þróunar- og hugleiðsluhóp á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00-19:00.
Soffía er kennari að mennt og hefur haft áhuga á og notað Tarotspil í hátt á þriðja áratug. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í heilun og miðlun undanfarin ár og starfar nú hjá SRFÍ sem leiðsagnarmiðill.
Fyrir hvern: Þróunarhópurinn er fyrir þá sem vilja auka og dýpka þekkingu sína á Tarotspilunum og efla tengingu sína við spilin í gegnum hugleiðslu í góðum hópi. Lágmarksþekking á notkun og uppbyggingu spilanna er nauðsynleg og því er hópurinn ekki fyrir byrjendur.
Markmið hópsins:
– að þátttakendur geti útvíkkað kunnáttu og þekkingu sína á Tarotspilum og eflt innsæi sitt undir leiðsögn kennara.
– að þátttakendur geti skipst á skoðunum um spilin við aðra og notið félagsskapar annarra í gegnum sameiginlegt áhugamál.
– að þátttakendur hafi gleði og gaman af notkun spilanna og verði óhræddari við að nýta þau, sér og öðrum til aðstoðar.
Uppbygging stundarinnar: Háspilin (trompin) í Tarot geyma ýmsa leyndardóma og andlegar merkingar. Stundin byrjar á stuttri leiddri hugleiðslu, þar sem háspilin eru tekin fyrir eitt af öðru. Eftir hugleiðsluna eru umræður um merkingu, táknmál og upplifun þátttakenda af spilunum. Í seinni hluta stundarinnar leggja þátttakendur spilin fyrir hvorn annan, ýmist eftir forskrift eða frjálsu flæði og skiptast á upplýsingum og reynslu undir leiðsögn.
Hugleiðslan byggir á Rider-Waite-Smith spilunum og þátttakendur hafa sín eigin spil meðferðis. Önnur spil koma líka til greina.
Ath! Þetta er lokaður hópur með hámarksfjölda og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
Tími: Þriðjudagar og fimmtudagar 4. janúar – 8. febrúar 2022 (11 skipti).
Kl.: 17.00 til 19.00
Kennari: Soffía V. Petersen
Verð: 21.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar: srfi@srfi.is – s. 551-8130.
Staðsetning: Salur Sálarannsóknafélags Íslands, Skipholt 50d – 3. hæ