Spáðu í spilin, þau gömlu og góðu með Ragnhildi og Ásthildi Sumaliðadætrum.

Spáðu í spilin – þau gömlu góðu
06.-07.apríl frá 10:00-16:00. Matarhlé i klukkutíma.

Á þessu helgarnámskeiði munu Ragnhildurog Ásthildur kenna þátttakendum hvaða merkingu spilin hafa, ásamt lögnum, fræðslu og æfingum.
Kennt er að lesa í þessi gömlu góðu í 52 spila stokknum og þeir sem ná góðum tökum á þessari aðferð geta lesið í fortíðina, núverandi aðstæður og framtíðina, fyrir þann sem lagt er fyrir hverju sinni.
Báðir dagarnir byrja á leiddri hugleiðslu, hún stuðlar að betri tengingu við spilin og eflir næmni.
Ragnhildur og Ásthildur mun segja frá merkingu spilanna, kenna lagnir og stýra æfingum.
Allir nemendur á námsskeiðinu fá gögn um merkingu spilanna og hvernig þau eru lögð.
Ragnhildur og Ásthildur hafa verið næmar frá barnæsku og byrjuðu þær að lesa í venjulegu spilin á unglingsaldri.

Ragnhildur hefur sótt námskeið erlendis,í Arthur Findlay college, sótt námskeið, hérlendis þjálfað trans, miðlun, opj, reiki og heilun, einnig haldið námskeið, hérlendis og erlendis, Hún núna með þróunarhóp fyrir byrjendur og lengra komna í þjálfun í félaginu,

Ásthildur hefur verið í transmiðilsþjálfun frá árinu 2007
Hún er Opj. þerapisti, Reikimeistari og hefur farið á nokkur námskeið í Arthur Findlay College tengt miðlun, transmiðlun og transheilun.
Ásthildur hefur haldið ýmis námskeið hérlendis og erlendis, tengt miðlun og heilun og verið með vökumiðlun.
Einnig hefur hún verið með tilraunakvöld í tengslum við andleg málefni, sem hafa verið byggð upp á fræðslu og æfingum.

10:00-16:00 báða daganna

Matarhlé i klukkutíma.

Skráning fer hér https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í sima 551-8130
Verð: 28.000