Ásthildur Sumarliðadóttir

Spáðu í spilin - þau gömlu góðu með Ásthild

Helgarnámskeið Spáðu í spilin – þau gömlu góðu verður 12. og 13 Febrúar, kl. 10:00 – 16:00

Verð: 20.000

Spáðu í spilin

Á þessu helgarnámskeiði mun ég kenna þátttakendum hvaða merkingu spilin hafa, ásamt lögnum, fræðslu og æfingum.

Kennt er að lesa í þessi gömlu góðu í 52 spila stokknum og Þeir sem ná góðum tökum á þessari aðferð geta lesið í fortíðina, núverandi aðstæður og framtíðina, fyrir þann sem lagt er fyrir hverju sinni.

Báðir dagarnir byrja á leiddri hugleiðslu, hún stuðlar að betri tengingu við spilin og eflir næmni. 

Ásthildur mun segja frá merkingu spilanna, kenna lagnir og stýra æfingum.

Allir nemendur á námsskeiðinu fá gögn um merkingu spilanna og hvernig þau eru lögð.

Ásthildur Sumarliðadóttir

Ásthildur hefur verið næm frá barnæsku og hún byrjaði að lesa í venjulegu spilin á unglingsaldri. Hún hefur verið í transmiðilsþjálfun frá 2007-2019.

Ásthildur er Opj. þerapisti, Reikimeistari og hefur farið á nokkur námskeið í Arthur Findlay College tengt miðlun, transmiðlun og transheilun. 

Ásthildur hefur haldið ýmis námsskeið hérlendis og erlendis, tengt miðlun og heilun og verið með vökumiðlun.

Einnig hefur hún verið með tilraunakvöld í tengslum við andleg málefni, sem hafa verið byggð upp á fræðslu og æfingum.

 

Skráning og nánari upplýsingar hjá SRFÍ s: 551-8130 eða
hjá Ásthildi í asasumarlida16@gmail.com

Verð: 20.000