Spáð í spil og vörur fyrir sál og líkama

Spáð í spil og vörur fyrir sál og líkamaValgerður Bachmann og Hraundis.is verða með kynningar og sölu á vörunum sínum þann 8. Apríl frá 18:00 – 20:00 í húsnæði Sálarrannsóknarfélags Íslands. Valgerður Bachmann ætlar að leyfa fólki að draga spil og þær verða með tilboð á staðnum.
Hraundís er með íslenskar ilmkjarnaolíur úr barrtrjám og náttúrulegar vörur sem hún býr til úr þeim, fyrir andlega og líkamlega heilsu.
Róandi og slakandi baðsalt, nuddolía fyrir börnin, undradís fyrir auma vöðva og liði. Ásamt ýmsum vörum sem eru slakandi og upplífgandi. Vinsæla verkjaolían verður á tilboði.
Valgerður verður með spilin sín og bækur til sölu og ætlar að bjóða gestum uppá að draga spil og lesa í þau.
Spil og bækur sem Valgerður hefur hannað og gefið út eru:
Alheimsorku spilin með íslenskum leiðbeiningum
Written in the stars sem eru á íslensku og ensku
Leiðin þín spilin með ljóðum
Bækur sem hún hefur gefið út:
Barnabókin Hulda og töfrasteinninn – Börn og andleg málefni.Hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur
Valgerður Bachmann og Hraundis.is