Þetta námskeið er ætlað starfandi miðlum sem og þeim sem hafa tekið byrjenda og framhaldsnámskeið. Fyrir þá miðla sem vilja hafa hópa í heimahúsum sem og skyggnilýsingar fyrir stærri hópa. Sirrý Berndsen mun fara yfir hvernig gott er að setja upp hópa þar sem miðlar vinna í heimahúsum. Einnig mun hún kenna hvernig best sé að halda orkunni í stærri hópum. Áhersla verður lögð á sannanir sem og hjartnæm og gleðileg skilaboð. Einnig ræðum við nánd og kærleika í skilaboðunum. Sirrý mun t.d. fara yfir muninn á huglægri tengingu (psychic) og tengingu við framliðna (mediumiship). Einnig mun hún fari yfir breska stílinn sem og þann ameríska, eða beina tengingu sem og óbeina tengingu.
Kennari: Sirrý Berndsen, Certified Medium, Master Teacher, GRMS, RMT Usui. Sirrý Berndsen hefur starfað sem miðill bæði á Íslandi sem og í Bandaríkjunum til fjölda ára. Hún hefur hlotið þjálfun hjá færustu miðlum bæði vestan hafs sem og í Arthur Findlay College í Bretlandi. Hún er með skírteini frá Forever Family Foundation, og er Master Teacher undir LWISSD. Einnig hefur hún aflað sér þekkingar á dáleiðslu undir Dr. Brian Weiss og The Weiss Institute, sem og Grief Recovery Method Specialist og er Reiki Master Teacher í Usui Reiki.
Æfingakvöld skyggnilýsinga:
þriðjudaginn 5. april og 12 Apríl kl. 18:00-20:00.
Námskeiðið og æfingarkvöldin verða haldin í Skipholti 50D á 3. hæð.
Kostnaður:
13.000 fyrir félagsmenn og 15.000 fyrir aðra.
Æfingakvöld: 10.000 kr. eitt kvöld og 16.000 kr. fyrir bæði kvöldin.
Skráning á netfangið: srfi@srfi.is eða í síma: 551 8130
ATH. að skrifstofan er opin alla virka daga nema föstudaga milli 13:00-16:00.
Áhersla verður lögð á sannanir sem og hjartnæm og gleðileg skilaboð. Einnig ræðum við nánd og kærleika í skilaboðunum.