Sirrý Berndsen verður með skyggnilýsingu miðvikudaginn 29. Júní kl. 20:00 í Skipholti 50d, 3. hæð.
Sirrý Berndsen hefur starfað sem miðill bæði á Íslandi sem og í Bandaríkjunum til fjölda ára. Hún hefur hlotið þjálfun hjá færustu miðlum bæði vestan hafs sem og í Arthur Findlay College í Bretlandi. Hún er með skírteini frá Forever Family Foundation, og er Master Teacher undir LWISSD.
Einnig hefur hún aflað sér þekkingar á dáleiðslu undir Dr. Brian Weiss og The Weiss Institute, sem og Grief Recovery Method Specialist og er Reiki Master Teacher í Usui Reiki.
———————————————
Húsið opnar kl. 19:30 og lokar kl 20:00.
Verð fyrir félagsmenn er 3000 fyrir félagsmenn og 4000 kr. fyrir aðra.
ATH posi á staðnum. skrifstofan er opin alla virka daga nema föstudaga milli 13:00-16:00.