Föstudaginn 9.júní klukkan 13:30 verða reynslutímar fyrir þá sem áhuga hafa á að starfa sem miðlar fyrir félagið. Athugið að aðeins komast þrír aðilar að í reynslutíma hverju sinni svo það er um að gera að hafa samband sem fyrst. Til stendur að hafa fleiri reynslutíma seinna svo að það er um að gera að skrá sig á biðlista ef áhugi er fyrir því.
Hvað eru reynslutímar?
Reynslutímar fara þannig fram að umsækjandi miðlar fyrir þremur einstaklingum, ca. 30 mín. fyrir hvern aðila.
Vinsamlegast sendið beiðnir á srfi@srfi.is með upplýsingum um nafn, netfang og hvernig miðlun er um að ræða.