Hrönn Friðriks & Alma Hrönn

Orkusteinanámskeið með Hrönn Friðriksdóttir og ölmu Hrönn

Kennt verður í eitt skipti, 27. nóvember, frá kl. 18.00 – 22.00.  

Verð: 25.000

Add Your Heading Text Here

Lágmarks fjöldi þátttakenda er 10 manns.

Á námskeiðinu munum við fara yfir praktísk ráð um hvernig gott er að vinna með steinana í mismunandi aðstæðum og meðhöndla þá dags dagalega. Við munum skynja orku steinanna sem eru innifaldir í námskeiðinu enda hafa þeir mismunandi orku og virkni. Þáttakendur fá sjö steina sem eru innifaldir í námskeiðinu, einn stein fyrir hverja af meginorkustöðunum, fjallað verður um virkni hvers þeirra
og hvernig gott er að nota þá og meðhöndla.

Orkusteinar geta hjálpað okkur mikið í daglegu lífi, þeir geta
til dæmis róað okkur, byggt upp tilfinningar, gleði og kærleik. Einnig verndað okkur fyrir rafbylgjum og öðru í umhverfinu, hjálpað okkur að vera skipulögð og að jarðtengja.

Við mæðgur höfum unnið með steina í yfir 20 ár í daglega lífinu, við heilun, í vinnu og fleiri aðstæðum og höfum því
mikið af góðri praktískri reynslu af að nota steina til góðra
verka.

Hrönn og Alma

Hrönn Friðriksdóttir hefur unnið við spámiðlun í rúm 20
ár og vinnur við heilun, les í drauma, er með vinnustofur, heldur
skyggnilýsingar og er með ýmis námskeið. Hún var með
þróunarhópa í 10 ár á Höfuðborgarsvæðinu en er nú með
þróunarhópa í heimabænum, Hveragerði. Hrönn er mikið
náttúrubarn og tengist gjarna við náttúruverur eins og álfa,
blóma- og vatnave.