Námskeið með sígaunaspilum með Valgerði Bachmann helgina 21-22. október.

Á helgarnámskeiðinu verður farið í hvert spil fyrir sig og upplifun hvers og eins, hvernig er hægt að leggja spilunum og einnig gert æfingar. Nemendur fá kennslugögn á námskeiðinu. Þessi spil henta mjög vel til að sjá hvað er fram undan hjá þér og í fjölskyldunni, vinnu, fjármálum, ástarmálum og heilsu eða spá fyrir vinum og ættingjum. Í enda námskeiðsins mun síðan hópurinn spá fyrir hvort öðru með aðstoð Valgerðar. Spil sem eru með lausnir, jákvæðni og kærleika í fyrirrúmi. Hámarks fjöldi á námskeiðinu er 6 manns þannig nær hver og ein að njóta sín.

Skemmtilegt námskeið þar sem gleði og hlátur verður alls ráðandi.

Valgerður Bachmann hefur starfað opinberlega í andlegum málefnum síðan 2009 og bíður upp á einkatíma í spá og miðlun. Valgerður er Reikimeistari, með Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun og heilun. Er jóga og jóga Nidra kennari, haldið jóga námskeið fyrir börn og jóga nidra tíma fyrir fullorðna.

Valgerður hefur haldið Sígaunanámskeið, Alheimsorkunámskeið og Draumanámskeið, hún er Markþjálfi, hefur unnið mikið með börnum og fullorðnum tengt andlega málefnum, hreinsað hús og haldið skyggnilýsingar um landið.

Rithöfundur og Útgefandi

Alheimsorkuspilin 2013

Written in the stars spilin 2017

Litla stafabókin 2018

Hulda og töfrasteinninn bók 2020.

Litla tölubókin 22.08. 2021

Spilin Leiðin þín 2021

Helgarnámskeið

Laugardaginn 21. október.2023 Kl 10:00-15:00

Sunnudaginn 22.október 2023 Kl 10:00-13:00

Verð 20.000,-

Hægt er að kaupa spilin hjá Valgerði Bachmann.

Skráning fer fram á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ á srfi@srfi.is eða í síma 551-8130.

Ath!! Skrifstofan opnar aftur eftir sumarfrí 01.ágúst. Fyrir þann tíma er einungis hægt að skrá sig á netinu