Valgerður Bachmann

Spákona og miðill

Námskeið og viðburðir hjá Valgerði Bachmann í Sálarrannsóknarfélagi Íslands.

Námskeið:

Alheimsorkunámskeið

Draumanámskeið

Sígaunaspila námskeið

Þróunarhóp

Teiknimiðlun

Leiðin þín

Viðburðir

Skyggnilýsingar

Bollaspá

Hægt er að skrá sig á  námskeið hjá Valgerði eða á  biðlista  hér https://www.srfi.is/skraning-namskeid  eða í síma 551-8130

Valgerður er spámiðill og vinnur með spil sér til hliðar. Valgerður hefur unnið að andlegum málefnum síðan 2009. Valgerður hefur haldið Jóga námskeið fyrir börn með greiningar og Jóga Nidra námskeið fyrir fullorðna. Hún er einnig Reikimeistari og hefur boðið upp á einkatíma í heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Að lokum er Valgerður markþjálfi og leyfir hún þeirri menntun að flæða inn í einkatímana.

Hægt er að spyrja Valgerði spurninga í einkatímum.

Valgerður hefur unnið mikið með börnum sem sjá og finna fyrir þeim sem eru farnir og þekkir það vel úr sinni æsku. Valgerður tekur einnig að sér að hreinsa í húsum hvort sem það er að koma á staðinn eða ekki. Hægt er að bóka tíma fyrrir börn og hreinsun í húsum á skrifstofutíma eða á srfi@srfi.is

Þar að auki er Valgerður sjálfstætt starfandi rithöfundur og grafískur hönnuður. Hún  hefur hún gefið út barnabækurnar Hulda og töfrasteinninn, Litlu stafabókina og Litlu tölubókina.  Andlegu spilin Leiðin þín, Alheimsorkuspilin og Written in the stars spilin Hún  hefur einnig og hannað fyrir ýmis fyrirtæki.  

Auk einkatíma á staðnum býður Valgerður upp á símatíma eða myndspall

Þjónustur sem Valgerður býður upp á:

Spámiðlun

Paraspámiðlun 

Heilun

Tímabókun á netinu: 

https: //noona.is/saloisland/GDbCEAFbuMXmhRDFw eða í síma 5518130

Skrifstofan er opin mánudaga- fimmtudaga frá 13:00-16:00.