Sigríður Kristín Sverrisdóttir

Sigríður Kristín Sverrisdóttir

Sigríður Kristín Sverrisdóttir starfar í Miðill og heilsuráðgjafi

 

Sigríður Kristín hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í yfir 30 ár, síðast á Líknardeild og Móttökugeðdeild, en í starfinu sem hjúkrunarfræðingur hefur oft komið sér vel að búa að næmni og sterku innsæi.  Sigríður Kristín hefur auk þess lokið B.Sc. gráðu í Nutritional Medicine, næringarfræði sem byggir m.a. á kenningum Náttúrulækninga.  

Þjálfun Sigríðar Kristínar í andlegum málum hófst fyrir rúmum 10 árum hjá Jennifer Mackenzie (í Noregi), og síðar tóku við námskeið hjá m.a. Sheilu French og Tim Abbott (í Ershamstar, Bretlandi), Sigurði Kristinssyni, Garðari Jónssyni og fleiri miðlum hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands.

Miðlunin byggir á transorku, þar sem miðillinn er farvegur fyrir orku og skilaboð leiðbeinenda og látinna ástvina.  Ath. Að ekki er þó um djúptrans að ræða.  Heilsuráðgjöfin er blanda af hjúkrunarfræði, náttúrulækningum, heilun og orkuhreynsun.  Þar er leitast við að styðja við náttúrulega hönnun líkamans með því að huga bæði að líkama og sál og að skapa jafnvægi þar á milli.

Hægt er að bóka tíma hjá Sigríði á bókunarsíðu Sálarrannsóknarfélags Íslands hér.