Miðill

Námskeið og viðburðir hjá Jón Lúðvíks í Sálarrannsóknarfélaginu

Þitt öryggi með andanum.

Þróunarhópur.

Skyggnilýsingar.

Fræðla í Kaffi Sáló.

Hægt er að skrá sig á biðlista á skrifstofutíma eða á srfi@srfi.is 

Englis below

Ég vinn með orkuna og tek á móti skýrum upplýsingum og sönnunum frá andanum og sálunum, til að styðja fólk í að tengjast sjálfum sér, sínum sannleika og innri krafti.

Ég legg mikið upp úr því að miðla nákvæmum og áreiðanlegum skilaboðum, staðfestingum og sönnunum sem hjálpa fólki að treysta því sem það skynjar sjálft, og finna að það er leitt áfram með tilgangi og stuðningi.
 
Með yfir 18 ára reynslu hef ég unnið með fjölbreyttum einstaklingum sem leita að dýpri tengingu, innri ró og leiðsögn í gegnum umbreytingar í lífinu. Tímarnir eru bæði djúpir og léttir, því ég vinn alltaf með kærleika, nærveru og húmor, sem hjálpar fólki að opna hjartað og taka á móti því sem á að koma.
 
Hver og einn fær mest út úr tímanum með því að mæta með opinn huga. Það sem kemur fram er oft bæði snertandi og skýrt, leiðbeiningar og innsýn sem þú tekur með þér út í daglegt líf, til að styðja þig í áframhaldandi vexti og trú á þína eigin rödd.
 

Ég skapa öruggt rými þar sem þú mátt vera nákvæmlega eins og þú ert og fá að hitta sjálfa(n) þig á ný.

Kveðja Jón Lúðvíks

Tímabókanir á netinu: https://noona.is/saloisland

Jón Lúðvíks býður uppá tíma á ensku fyrir þá sem þurfa.

I work with energy and receive clear messages and evidence from Spirit and souls to support people in reconnecting with themselves, their truth, and their inner power.

I place great importance on delivering accurate, validating messages confirmations from Spirit that help people trust their own intuition and feel that they are divinely guided and supported.
 
With over 18 years of experience, I’ve worked with a wide range of individuals seeking deeper connection, inner peace, and clarity during life transitions.
My sessions are both deep and lighthearted, always held with love, presence, and humor, because laughter and lightness are powerful tools for healing and opening the heart.
 
Each person gets the most out of the session by coming with an open mind. What comes through is often touching, sometimes surprising, but always meaningful offering guidance and insight that stays with you and supports your ongoing growth and self-trust.
 
I create a safe, grounded space where you are fully welcome as you are and where you may just meet yourself again in a new way.
 
Best regards
Jón Lúðvíks