Helga Sif Sveinbjarnardóttir

Leiðsagnarmiðill

Helga Sif er fjögurra drengja móðir og mikill dýravinur sem hefur alltaf verið með mikla þörf fyrir að hjálpa öðru fólki. 

Helga Sif les í skrift og lærði slíkt af móður sinni. Hún hefur spáð fyrir fólki síðan hún var unglingur við góðar undirtektir. Vinir og ættingjar hafa því löngum leitað til hennar með spurningar og vangaveltur um framtíðina.

Að lesa í skrift er sjaldséður eiginleiki og fer þannig fram að fólk skrifar spurningar á blað sem Helga les svo úr. Gott er að vera búin að semja spurningarnar fyrirfram (þó þær séu svo skrifaðar niður á staðnum) svo hægt sé að nýta tímann sem best. Nákvæmar spurningar gefa þeim mun betri og nákvæmari svör.

Helga les einnig í lófa og notar þá aðferð þó nokkuð til að fá tengingu við viðkomandi.

Helga Sif býður upp á einkatíma á ensku fyrir þá sem þurfa.

Hægt er að bóka tíma hjá Helgu Sif undir “miðlun – 45 mínútur” á bókunarsíðu Sálarrannsóknarfélags Íslands hér.

Einnig er hægt að panta í gegnum símanúmerið hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands: 551-8130.

Skrifstofan er opin mánudaga- fimmtudaga frá 13:00-16:0