Berglind Hilmarsdóttir

Miðill, spámiðill og englafræðingur

Berglind er með einkatíma á mánudögum, þriðjudögum og  miðvikudögum, frá kl. 13:00

Miðlun

Berglind býður upp á einkatíma í miðlun, spámiðlun og fyrri lífs dáleiðslu, skyggnilýsingar og ýmis námskeið.

Námskeiðin sem Berglind bíður upp á er þróunarhópur, Englahugleiðsla, Englafræði, Orkustöðvaheilun og Kristalsbörn. Upplýsingar um námskeiðin er undir Dagskrá.

Berglind Hilmarsdóttir

Berglind hefur  verið skyggn frá barnæsku og hefur spáð í spil í yfir 30 ár. Hún hefur verið í ýmsum  þróunarhópum í miðlun, heilun og transheilun.

Berglind er Usui Reiki Master og er með kennararéttindi í Englafræði og -heilun. Einnig er hún staðfestur meðlimur í International Association of Therapists.