Bára býður upp á dáleiðslu til fyrri lífa. Fyrra lífs dáleiðsla er meðal annars:
- Ferðalag inn á við.
- Stefnumót við undirmeðvitundina.
- Aðferð til að skoða fyrri jarðvistir.
Í dáleiðslu til fyrri lífa er verið að skoða reynslu og mynstur í öðrum jarðvistum sálarinnar, sem oft hafa áhrif á núverandi jarðvist og tilgang hennar. Sálin man allt sem hún hefur upplifað og í dáleiðslu er hægt að skoða samhengið milli lífa í jarðvistum og þessarar jarðvistar.