Lyklar að leyndardómum námskeið með Soffíu

Lyklar að leyndardómum – helgarnámskeið um Tarotspilin
Soffía Petersen verður með helgarnámskeið 7. og 8. maí 2022,
kl. 12:00 – 17:00
Soffía er kennari að mennt og hefur haft áhuga á og notað Tarotspil í hátt á þriðja áratug. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í heilun og miðlun undanfarin ár og starfar nú hjá SRFÍ sem leiðsagnarmiðill.
Farið verður yfir sögu Tarotspilanna, uppbyggingu þeirra, táknmál og merkingu og nokkrar helstu lagnir. Rider-Waite-Smith og Thoth spil Crowleys verða borin saman og notuð sem útgangspunktur. Þátttakendur hafa eigin spil meðferðis.
Auk leiðsagnar kennara byggir námskeiðið á samvinnu þátttakenda.
Fyrir hvern er námskeiðið:
Langar þig að læra að lesa Tarotspil?
Ertu forvitin/nn um merkingu þeirra?
Áttu kannski spil niðri í skúffu sem fá aldrei að sjá dagsins ljós?
Viltu virkja innsæið þitt betur og læra að nýta leyndardóma spilanna til að leiðbeina þér og öðrum?
Ef til vill er þetta námskeið þá eitthvað fyrir þig.


Námskeiðið er aðallega hugsað fyrir byrjendur, en lengra komnir geta einnig notið góðs af því. Þú þarft lítið sem ekkert að vita um spilin, aðeins að hafa áhuga á að læra hvernig hægt er að nota þau á einfaldan hátt, þér og öðrum til góðs.
Allir þátttakendur fá ítarlega möppu með námsgögnum og viðurkenningaskjal.
Tími: laugardagur 8. og sunnudagur 9. janúar.
Kl. 12.00 – 17.00 báða dagana.
Verð: 27.000 kr.