Í samstarfi við Jón Lúðvíks ætlar Sálarrannsóknarfélag Íslands að byrja haustið á því bjóða félagsmönnum sínum frítt inn á fræðslukvöldið Lifi ljósið með Jón Lúðvíks.
Flæðið er kjörorð Jóns á fræðslukvöldum.
Aldrei að vita hvað gerist ,ef orkan er geggjuð í salnum þá gæti Jón gert tilraun með borðið.
Ætli hann geti gert það aftur, eftir góða pásu?
Jón er þekktur fyrir sína kímnigáfu og skemmtilega nálgun á fræðslu.
Salurinn má koma með spurningar á meðan tími leyfir.
Miðvikudaginn 13.ágúst
Kl 20:00
Húsið opnar kl: 19:30 og er opið til 20:00 eða þar til húsrúm leyfir.
Verð: 3000 kr
Frítt inn fyrir félagsmenn