Leiðin þín er 6 daga námskeið 2 sinnum í viku og 2 klukkutíma í senn.
Námskeiðið er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 19:30-21:30. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. Júní í húsnæði Sálarrannsókarfélags Íslands, Skipholti 50d.
Námsgjald: 28.000,-
Á námskeiðinu fer hver kona sína leið inn á við og sækir þann fjársjóð sem innra með henni býr sem kannski hefur ekki fengið nóg pláss eða er falin visku perla sem stoppar að hún fari þá leið sem hún vill. Á námskeiðinu förum við í allskonar ferðlag inn á við með okkur sjálfum, aukum lífsorkuna okkar, skoðum lausnir og það mikilvæga hlustum á okkur sjálfar. Langar þig að kafa inn á við, sleppa því gamla, fara þína leið með hópi kvenna.
Taktu stökkið og komdu á námskeiðið Leiðin þín
Valgerður Bachmann bjó til þetta námskeið með því að púsla saman allri sinni menntun og lífreynslu.
Skráning á námskeiðið hér á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.
Um Valgerði Bachmann
Valgerður Bachmann hefur starfað opinberlega í andlegum málefnum síðan 2009 og bíður upp á einkatíma í spá og miðlun. Valgerður er Reikimeistari, með Höfuðbeina og Spjaldhryggsjöfnun og heilun. Jóga og jóga Nidra kennari, haldið jóga námskeið fyrir börn og jóga Nidra tíma fyrir fullorðna.
Valgerður hefur haldið Sígaunanámskeið, Alheimsorkunámskeið og Draumanámskeið og verið með Þróunarhópa. Hún er Markþjálfi, hefur og unnið mikið með börnum og fullorðnum tengt andlegum málefnum, , hreinsað hús og haldið skyggnilýsingar um landið.
Valgerður hefur gefið út Alheimsorku spilin, Written in the stars spilin, Leiðin þín, barnabókina Hulda og töfrasteinninn, Litlu Stafabókina og Litlu tölubókina.