Leiðin þín með Valgerði Bachmann 5.september

Leiðin þín með Valgerði Bachmann 6.skipti

Námskeiðið er á fimmtudögum frá kl 17:10- 19:10. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 5.september í húsnæði Sálarrannsókarfélags Íslands, Skipholti 50d.

Námsgjald: 28.000,-

Á námskeiðinu fer hver kona sína leið inn á við og sækir þann fjársjóð sem innra með henni býr sem kannski hefur ekki fengið nóg pláss eða er falin visku perla sem stoppar að hún fari þá leið sem hún vill. Á námskeiðinu förum við í allskonar ferðlag inn á við með okkur sjálfum, aukum lífsorkuna okkar, skoðum lausnir og það mikilvæga hlustum á okkur sjálfar. Langar þig að kafa inn á við, sleppa því gamla, fara þína leið með hópi kvenna.

Taktu stökkið og komdu á námskeiðið Leiðin þín

Valgerður Bachmann bjó til þetta námskeið með því að púsla saman allri sinni menntun og lífreynslu.

Skráning á námskeiðið hér á https://www.srfi.is/skraning-namskeid/ eða í síma 551-8130.
Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga frá 13:00-16:00.

Um Valgerði Bachmann

Valgerður er spámiðill og vinnur með spil sér til hliðar. Valgerður hefur unnið að andlegum málefnum síðan 2009. Þar að auki er Valgerður sjálfstætt starfandi rithöfundur og grafískur hönnuður og hefur hún gefið út bækur, andleg spil og hannað fyrir ýmis fyrirtæki. Hægt er að spyrja Valgerði spurninga í einkatímum.

Valgerður hefur unnið mikið með börnum sem sjá og finna fyrir þeim sem eru farnir og þekkir það vel úr sinni æsku. Valgerður tekur einnig að sér að hreinsa í húsum hvort sem það er að koma á staðinn eða ekki.

Valgerður hefur haldið Jóga námskeið fyrir börn með greiningar og Jóga Nidra námskeið fyrir fullorðna. Hún er einnig Reikimeistari og hefur boðið upp á einkatíma í heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Að lokum er Valgerður markþjálfi og leyfir hún þeirri menntun að flæða inn í einkatímana.

Bóka einkatíma á netinu: https://noona.is/saloisland