Miðill

Miðill er sá sem hefur eiginleika til að hafa samskipti við andaheiminn með ýmsum aðferðum t.d. spilum, trans, eða heilun.

Transmiðill

Er þegar miðillinn fer í beina tengingu við andaheiminn og gefur öndunum leyfi til að tjá sig í gegnum miðilinn milliliðalaust.

Læknamiðill

Er þegar miðill hefur hjálparanda sem eru oft á tíðum læknar og eru að vinna með kúnnann ekki ósvipað og heilun.

Miðill – áruteiknari

Er þegar miðlill getur tjáð miðlun í formi teikininga þ.e.a.s. teiknar myndir af því sem andinn sýnir honum og skjólstæðingurinn skilur.

Tarotmiðill

Tarot spil eru notuð til að tengjast Andaheiminum með því að leggja þau eftir fyrirfram ákveðnu kerfi og miðla síðan fræðslu eða upplýsingum eftir því hvernig spilin liggja og tengjast.

Heilari

Heilari er sá sem starfar sem farvegur orku til annara, hvort sem er til líkamlegrar eða andlegrar heilunar. Annaðhvort með handayfirlagningu eða fjarheilun; þar sem fjarlægð skiptir ekki máli.