Þeir miðlar sem starfa fyrir Sálarrannsóknarfélag Íslands hafa verið prófaðir af aðilum á vegum stjórnar félagsins.
Gott er að vita, áður en tími er pantaður, hvernig miðilsfund fólk óskar eftir, miðlun, spámiðlun, transmiðlun, heilun o.s.frv. Hafa skal í huga að hver miðill vinnur á sinn sérstæða hátt og mislengi.
Pantanir og fyrirspurnir fást í síma: 5518130 eða  srfi@srfi.is
Starfsfólk skrifstofu og stjórnar tekur við fyrirspurnum.

Miðlar

Eftir andlát er oft gott að koma til miðils sem tengist þeim sem hafa látist.
Miðlar koma með sannanir um líf eftir andlát og skilaboð frá þeim.

Berglind Hilmarsdóttir

Berglind Hilmarsdóttir

Miðill, spámiðill og englafræðingur

Berglind hefur  verið skyggn frá barnæsku og hefur spáð í spil í yfir 30 ár.
Hún hefur verið í ýmsum þróunarhópum í miðlun, heilun og transheilun.
Berglind er Usui Reiki Master og er með kennararéttindi í Englafræði og -heilun.
Einnig er hún staðfestur meðlimur í International Association of Therapists.
Berglind býður upp á einkatíma í miðlun, spámiðlun og fyrri lífs dáleiðslu, skyggnilýsingar og námskeið.
Dóra Kristín Halldórsdóttir

Dóra Kristín Halldórsdóttir

Miðill

Dóra Kristín Halldórsdóttir er menntuð sem kennari. Hún vígðist inn í Kriya yoga 2001 og tók aðra vígslu 2006.
Hún var með hugleiðslu og bænahringi hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurlands, hefur verið með bæna og hugleiðsluhring hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands frá 2011 og sá um tíma um þróunarhringi.
Hún hefur sótt námskeið hjá ýmsum miðlum þar á meðal Tim Abbot og Sirrý Berndsen.
Dóra Kristín er með einkatíma í miðlun á fimmtudögum. Leiðbeiningamiðlun og skyggnilýsingar þegar það á við.

Guðrún Kristín Ívarsdóttir

Guðrún Kristín Ívarsdóttir

Miðill

Býður upp á einkatíma. Guðrún hefur verið skyggn frá barnæsku, hún leiðbeinir fólki og hjálpar því að taka eigin ákvarðanir með líf sitt. Guðrún notar Tarotspil sér til aðstoðar ásamt því að fá aðstoð frá leiðbeinendum sínum. Guðrún vinnur í fjólubláa geislanum með kærleikann að leiðarljósi. Er við á miðvikudögum.
Jón Lúðvíksson

Jón Lúðvíksson

Miðill

Jón hefur verið skyggn frá barnæsku og starfað síðan árið 2000. Jón hefur þjálfað sig í að sitja í Trans síðan 2007. Jón hefur sótt fjölda námskeiða sem skerpa hann sem miðill og hefur fengið mikið hrós fyrir miðilshæfileika sína. Jón nær góðum tengslum og færir ættingja og vini til lífs.
Sirrý Berndsen

Sirrý Berndsen

Miðill, spámiðill, kennari

Sirrý hefur verið starfandi miðill frá 2001 og hefur verið skyggn frá barnæsku. Hún hefur starfað erlendis við listir og síðan 2001 við miðlun, spámiðlun og heilun. Hún kennir allar hliðar miðlunar. Sirrý er með skírteini frá Forever Family Foundation, og Master Teacher frá LWISSD, og er með Usui Reiki MT III. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða í Bandaríkjunum og Arthur Findlay College í Bretlandi.
Sirrý heldur reglulega skyggnilýsingafundi, námskeið og einkafundi á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Skúli Viðar Lórenzson

Skúli Viðar Lórenzson

Miðill

Skúli hefur verið starfandi frá 1995. Skúli býður upp á hálftíma einkafundi og heilun og hlutskyggni, en fólk getur komið með hluti á fundinn sem hann les í. Skúli býður upp á hópfundi fyrir stærri hópa. Tekur á móti fyrirbænum. Skúli býr á Akureyri en kemur til Reykjavíkur eftir pöntunum
Unnur Teits Halldórsdóttir

Unnur Teits Halldórsdóttir

Miðill, hópastarf

Unnur Teits Halldórsdóttir hefur setið í Þróunarhringjum í ca 10-15 ár hún hefur sótt ýmis námskeið í miðlun og heilun hjá erlendum miðlum sem hafa komið til Íslands á vegum Sálarrannsóknarfélagsins, ásamt því að hafa farið í nokkur skipti í Arthur Findlay college í Bretlandi.

Hún hefur unnið með hléum í miðlun, heilun, höfuðbeina-og spjaldhryggs meðferð og markþjálfun.

Þórhallur Guðmundsson

Þórhallur Guðmundsson

Miðill

 Þórhallur hefur verið starfandi miðill síðan 1985.
Hann byrjaði í bænahring 1985, hefur starfað við einkafundi, fyrirbænir og skyggnilýsingafundi síðan 2000.
Þórhallur sótti fjölda námskeiða til Arthur Finley College of Psychic Science í 10 ár, Hann hefur starfað í Bretlandi, Danmörk og víðar.
Þórhallur hefur starfað hjá SRFÍ síðan 2014.

Spámiðlar og leiðsagnarmiðlar

Þegar fólk stendur á krossgötum í lífinu er oft gott að leita að innsýn í það sem er að gerast, og mun gerast í lífi fólks.
Spámiðillinn einbeitir sér að fortíð, nútíð með áherslu á framtíð.
Leiðsagnarmiðill gefur innsýn í betri leiðir að vinna úr flækjum sem geta gerst í lífinu, hvort sem er í tilfinningalífinu eða í vinnu eða verkefnum.

Berglind Hilmarsdóttir

Berglind Hilmarsdóttir

Miðill, spámiðiðill og englafræðingur

Berglind hefur  verið skyggn frá barnæsku og hefur spáð í spil í yfir 30 ár.
Hún hefur verið í ýmsum þróunarhópum í miðlun, heilun og transheilun.
Berglind er Usui Reiki Master og er með kennararéttindi í Englafræði og -heilun.
Einnig er hún staðfestur meðlimur í International Association of Therapists.
Berglind býður upp á einkatíma í miðlun, spámiðlun og fyrri lífs dáleiðslu, skyggnilýsingar og námskeið.

Íris Rögnvaldsdóttir

Íris Rögnvaldsdóttir

Miðill

Íris býður upp á einkatíma í miðlun á miðvikudögum og notar hún tarotspil sér til aðstoðar.
Íris hefur verið í hópastarfi Kjarnans i Kærleikssetrinu undir handleiðslu Friðbjargar Óskarsdottur. Er með stig l og ll i Reiki sem hún tók hjá Guðrúnu Óladóttur. Einnig hefur hún verið með opna skyggnilýsingafundi ásamt Guðrúnu Kr. Ívarsdóttur miðli.

Soffía Petersen

Soffía Petersen

Leiðsagnarmiðill

Soffía á kennaramenntun að baki og hefur alla tíð verið næm og opin. Hún hefur lengi haft áhuga á andlegum málum og undanfarin 10 ár hefur hún veitt fólki ýmiskonar leiðsögn og heilun, með Tarotspil til aðstoðar.
Leiðsögnin er einstaklingsbundin og hver og einn fær þá aðstoð sem hann þarf mest á að halda í það skiptið. Aðstandendur og leiðbeinendur viðkomandi gera stundum vart við sig og oft er skyggnst fram í tímann.
Ásamt því að vera Usui-Reikimeistari, hefur Soffía sótt fjölmörg námskeið m.a. í Transmiðlun, Transheilun, Orkupunkta- jöfnun – OPJ, The Emotion Code – TEC og tekið þátt í þróunar- og hugleiðslu-hópum.

Transmiðlar

Eru þeir miðlar sem tengjast leiðbeinendum, hvort sem er þeirra eigin eða þess einstaklings sem kemur til miðilsins. Það koma skilaboð að handan um það sem skiptir hvað mestu í lífi einstaklings þá stundina, án þess þó að spádómar fylgi.

Guðbjörg Guðjónsdóttir

Guðbjörg Guðjónsdóttir

Miðill - áruteiknari

Hefur verið starfandi miðill síðan 1993. Hún teiknar árur miðað við andlegan þroska og veraldlega eiginleika viðkomandi. Fyrir þá sem hafa komið áður teiknar hún andlegan leiðbeinanda þinn (verndara) og kemur með upplýsingar frá honum. Gott er að undirbúa sig undir leiðbeinendafund með spurningum til hans.
Hafdís Leifsdóttir

Hafdís Leifsdóttir

Transmiðill

Hafdís hefur starfað sem transmiðill frá 2003 og sem höfuðbeina-og spjaldhryggsjafnari frá 2006. Hún er með þrjú stig í Usui Teáte reiki og hefur sótt miðilsnámskeið hjá John Alexander, Damien, Sirry Berndsen og setið í þróunarhringjum um árabil.  Það er Fjóla sem kemur í gegn á einkafundum með fróðleik, skilaboð og heilun. Gestir fá að spyrja hana um það sem þeir hafa þörf fyrir og því er gott að (vera undirbúinn) koma með spurningar með sér.

Hafdís býður einnig upp á hópafundi  fyrir allt að 10 manns og þá koma fjórir til sex í gegn.

Sigurður Kristinsson

Sigurður Kristinsson

Miðill

Sigurður hefur verið skyggn frá barnæsku og hefur starfað sem miðill hjá SRFI undanfarin ár. Hann hefur sótt fjölmörg námskeið þ.á.m. hjá Tim Abbott, Isabella Duchene og Steven Upton. Síðast liðin ár hefur hann staðið fyrir námskeiðum sem hinn virti breski miðill Tim Abbott hefur kennt á.

Fyrri lífs dáleiðsla

Þegar tekist er á við

Bára Sigurjónsdóttir

Bára Sigurjónsdóttir

Fyrri lífs dáleiðsla

Bára Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur
Býður upp á dáleiðslu til fyrri lífa.
Dáleiðsla til fyrri lífa er ferðalag inn á við, inn í undirmeðvitundina.
Í dáleiðslu til fyrri lífa er verið að skoða reynslu og mynstur í öðrum jarðvistum sálarinnar
sem hafa áhrif á núverandi jarðvist og tilgang hennar.  og
samhengið milli lífa í jarðvistum því sálin man allt sem hún hefur upplifað.
 
Dáleiðslan Tekur að jafnaði 60 mínútur.
Berglind Hilmarsdóttir

Berglind Hilmarsdóttir

Miðill, spámiðill og englafræðingur

Berglind hefur  verið skyggna frá barnæsku og hefur spáð í spil í yfir 30 ár.
Hún hefur verið í ýmsum þróunarhópum í miðlun, heilun og transheilun.
Berglind er Usui Reiki Master og er með kennararéttindi í Englafræði og -heilun.
Einnig er hún staðfestur meðlimur í International Association of Therapists.
Berglind býður upp á einkatíma miðlun, spámiðlun og fyrri lífs dáleiðslu, skyggnilýsingar og námskeið.

Heilarar

Heilarar hafa innsýn í andlega og líkamlega heilsu fólks.
Heilarar miðla orku til þeirra sem leita til þeirra.

Einar Axel Schiöth

Einar Axel Schiöth

Læknamiðill

Hefur starfað opinberlega sem læknamiðill frá 2015. Einar vinnur með fyrirbænir og fjarheilun. Hann býður upp á einkatíma eftir samkomulagi og vinnur með fólk ýmist á bekk eða í stól eftir því sem hentar hverju sinni.

Sigurbjörn Sigurðsson

Sigurbjörn Sigurðsson

Heilari

Býður upp á heilunartíma. Var í þróunarheimspeki áhugamanna um þróun mannkyns á jörð, lífsspekiþróunarhóp Erlu Stefánsdóttur sjáanda og lærði þar heilun. Er í þróunarhópum hjá Sigríði Ernu og Bryndísi Emilsdóttur og hefur sótt námskeið í heilun hjá Guðbjörgu Guðjónsdóttur. Er sitjari hjá transmiðlinum Hafdísi. Er við á fimmtudögum.
Sigurlaug J. Vilhjálmsdóttir

Sigurlaug J. Vilhjálmsdóttir

Miðill

Sigurlaug er miðill, heilari, reikimeistari, yogakennari og er að þróa sig í transmiðlun, hún er skyggn frá bernsku. Sigurlaug býður upp á einkatíma í miðlun og notar tarot og englaspil ásamt því að lýsa því sem hún sér og heyrir frá leiðbeinendum sínum. Hún hefur eflt sig í miðlun og heilun í þróunarhringjum undafarin ár. Er við á þriðjudögum.