Þeir miðlar sem starfa fyrir Sálarrannsóknarfélag Íslands hafa allir verið prófaðir af að minnsta kosti tveimur aðilum á vegum stjórnar félagsins. Allar pantanir og fyrirspurnir fást í síma: 551 8130 eða sendið póst á netfangið srfi@srfi.is.

Árni Már Hensson

Árni Már Hensson

Læknamiðlill

Hefur starfað við huglækningar frá 1997 og sinnt beiðnum frá sjúkum og þurfandi ásamt að leiða bænahringi. Fyrirbænir, miðilsfundir, skyggnilýsingar, röntgenskyggni, heilun. Hugur og hjarta Árna Más mótaðist til líknarstarfa vegna áhrifa frá ömmu hans Ragnhildi Gottskálksdóttur í Tjarnagötu 30 Rvk.

Dóra Kristín Halldórsdóttir

Dóra Kristín Halldórsdóttir

Hugleiðsla og miðill

Hefur starfað að hugleiðslu og andlegum málum síðan 1996. Hún vígðist inn í Kriya yoga 2001 og aftur 2006.
Hefur sótt námskeið hjá ýmsum miðlum þar á meðal Tim Abbot. Hefur séð um bæna- og hugleiðsluhring frá 2011 og þróunarhringi frá 2012. Dóra Kristín er með einkatíma í miðlun og transheilun.

Guðbjörg Guðjónsdóttir

Guðbjörg Guðjónsdóttir

Miðill - áruteiknari

Hefur verið starfandi miðill síðan 1993. Hún teiknar árur miðað við andlegan þroska og veraldlega eiginleika viðkomandi. Fyrir þá sem hafa komið áður teiknar hún andlegan leiðbeinanda þinn (verndara) og kemur með upplýsingar frá honum. Gott er að undirbúa sig undir leiðbeinendafund með spurningum til hans.

Guðrún Kristín Ívarsdóttir

Guðrún Kristín Ívarsdóttir

Miðill

Býður upp á einkatíma. Guðrún hefur verið skyggn frá barnæsku, hún leiðbeinir fólki og hjálpar því að taka eigin ákvarðanir með líf sitt. Guðrún notar Tarotspil sér til aðstoðar ásamt því að fá aðstoð frá leiðbeinendum sínum. Guðrún vinnur í fjólubláa geislanum með kærleikann að leiðarljósi. Er við á miðvikudögum.

Gyða

Gyða

Miðill

Hefur verið starfandi frá 2010 og býður upp á einkatíma. Gyða er skyggn frá bernsku og hefur sérhæft sig í að vinna með börnum. Gyða leiðbeinir fólki og hjálpar því að taka eigin ákvarðanir með líf sitt, gefur ráðleggingar og veitir fræðslu. Gyða fær aðstoð frá leiðbeinendum sínum. Er við á þriðjudögum.

Einar Axel Schiöth

Einar Axel Schiöth

Læknamiðill

Hefur starfað opinberlega sem læknamiðill frá 2015. Einar vinnur með fyrirbænir og fjarheilun. Hann býður upp á einkatíma eftir samkomulagi og vinnur með fólk ýmist á bekk eða í stól eftir því sem hentar hverju sinni. 

 
Hafdís Leifsdóttir

Hafdís Leifsdóttir

Transmiðill

Hefur starfað frá 1995 sem höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari og heilari. Með þrjú stig í Usui Teáte reiki og sótt námskeið hjá John Alexander og Damien. Sú andlega vera sem mest kemur í gegn, heitir Fjóla og kemur með fróðleik, heilun og skilaboð. Er með einkatíma í  transmiðlun á þriðjudögum.

Kay Cook

Kay Cook

Miðill

Kay hefur verið með einkatíma og opna skyggnilýsingarfundi síðan 1993. Kay er skyggn frá bernsku. Hún býður einnig uppá rúnalestur. Hún er enskumælandi, en gefur góðfúslega leyfi fyrir þá sem ekki skilja ensku, að hafa með sér túlk. Er við á þriðjudögum.

Íris Rögnvaldsdóttir

Íris Rögnvaldsdóttir

Miðill

Íris hefur verið i hópastarfi Kjarnans i Kærleikssetrinu undir handleiðslu Friðbjargar Óskarsdottur. Er með stig l og ll i Reiki sem hún tók hjá Guðrúnu Óladóttur. Einnig hefur hún verið með opna skyggnilýsingafundi ásamt Guðrúnu Kr. Ívarsdóttur miðli.

Jón Lúðvíksson

Jón Lúðvíksson

Miðill

Jón hefur verið skyggn frá barnæsku og starfað síðan árið 2000. Jón hefur þjálfað sig í að sitja í Trans síðan 2007. Jón hefur sótt fjölda námskeiða sem skerpa hann sem miðill og hefur fengið mikið hrós fyrir miðilshæfileika sína. Jón nær góðum tengslum og færir ættingja og vini til lífs. 

Sigrún Baldvinsdóttir

Sigrún Baldvinsdóttir

Tarotmiðill

Sigrún hefur alltaf haft áhuga á andlegum málefnum og eignaðist sín fyrstu tarotspil ung og hefur stúderað tarotspilin af mikilli alvöru. Sigrún hefur sótt námskeið hér á landi sem erlendis. Sigrún hefur setið í þróunarhring undir leiðsögn Friðbjargar Óskarsdóttur og Sigríðar Jörundsdótttur. Sigrún tekur fólk í einkatíma og heldur námskeið í lestri tarotspila.

Sigurður Kristinnsson

Sigurður Kristinnsson

Miðlill og hópastarf

Sigurður hefur verið skyggn frá barnæsku og hefur starfað sem miðill hjá SRFI undanfarin ár. Hann hefur sótt fjölmörg námskeið þ.á.m. hjá Tim Abbott, Isabella Duchene og Steven Upton. Síðast liðin ár hefur hann staðið fyrir námskeiðum sem hinn virti breski miðill Tim Abbott hefur kennt á. 

 
Sigurbjörn Sigurðsson

Sigurbjörn Sigurðsson

Heilari

Býður upp á heilunartíma. Var í þróunarheimspeki áhugamanna um þróun mannkyns á jörð, lífsspekiþróunarhóp Erlu Stefánsdóttur sjáanda og lærði þar heilun. Er í þróunarhópum hjá Sigríði Ernu og Bryndísi Emilsdóttur og hefur sótt námskeið í heilun hjá Guðbjörgu Guðjónsdóttur. Er sitjari hjá transmiðlinum Hafdísi. Er við á fimmtudögum.

Sigurlaug J. Vilhjálmsdóttir

Sigurlaug J. Vilhjálmsdóttir

Miðill

Sigurlaug er miðill, heilari, reikimeistari, yogakennari og er að þróa sig í transmiðlun, hún er skyggn frá bernsku. Sigurlaug býður upp á einkatíma í miðlun og notar tarot og englaspil ásamt því að lýsa því sem hún sér og heyrir frá leiðbeinendum sínum. Hún hefur eflt sig í miðlun og heilun í þróunarhringjum undafarin ár. Er við á þriðjudögum.

Sirrý Berntsen

Sirrý Berntsen

Miðill

Sirrý hefur verið starfandi miðill frá 2001 og hefur verið skyggn frá barnæsku.Hún hefur starfað erlendis við listir og síðustu ár við miðlun, spámiðlun, sem og kennslu miðlunar og spámiðlunar. Hún er m.a. reikimeistari ásamt að vera með vottun frá Forever Family Foundation. Hún er að ljúka námi við LWISSD sem verðandi kennari í miðlun og spámiðlun

Skúli Viðar Lórenzson

Skúli Viðar Lórenzson

Miðill

Skúli hefur verið starfandi frá 1995. Skúli býður upp á hálftíma einkafundi og heilun og hlutskyggni, en fólk getur komið með hluti á fundinn sem hann les í. Skúli býður upp á hópfundi fyrir stærri hópa. Tekur á móti fyrirbænum. Skúli býr á Akureyri en kemur til Reykjavíkur eftir pöntunum

Þórhallur Guðmundsson

Þórhallur Guðmundsson

Miðill

Þórhallur hefur verið starfandi miðill síðan 1985. Byrjaði í bænahring 1985, hefur starfað við einkafundi, fyrirbænir og skyggnilýsingafundi síðan í kringum 2000. Sótti fjölda námskeiða við skólann the Arthur Finley College í 10 ár, vann í Bretlandi, Danmörk og víðar. Hefur starfað hjá SRFÍ síðan 2014.