Veislur eða viðburðir í sal SRFÍ, Hamraborg

Salurinn er tilvalinn fyrir afmæli, skírnarveislur, fermingarveislur, erfidrykkjur, fundi, fyrirlestra og námskeið. Salurinn er bjartur og fallegur og er í hjarta Kópavogs með fallegu útsýni.

Verð fyrir dagsleigu er 50.000 kr. Starfsmaður og þrif eru innifalin í því verði. Félagsmenn fá 10% afslátt af leigunni.

Salurinn tekur 70-80 manns í sæti, en 75-80 manns í sæti við borð. Ef ekki eru notuð borð eru til stólar fyrri 90-100 manns.

Borðbúnaður fyrir 80 manns er til staðar.
SRFI sér ekki um veitingar, frjálst er að koma með eigin veitingar og gos.
Salur SRFI er áfengis- og reyklaus.

Nánari upplýsngar fást á skrifstofu félagsins; mánudaga – fimmtudaga milli kl. 11:00 – 14:30 í síma 551 8130.