Sálarrannsóknarfélag Íslands var stofnað 19. desember 1918. Fyrsti formaður félagsins var Einar Kvaran og varaforseti var Haraldur Nielssen. Einar var driffjöðrin í upphafi spíritismans á Íslandi en saman sköpuðu þeir Haraldur honum þá vængi, sem lengst af héldu honum á flugi hér á landi.

Í 2.grein laga SRFÍ segir: „Tilgangur félagsins er að efla áhuga og virðingu almennings á andlegum málum, stuðla að mann- og hugrækt og standa að almennri fræðslu um andleg mál, með áherslu á kynningu á sálarrannsóknum nútímans.“

 Stjórn SRFÍ:

 • Bára Sigurjónsdóttir, forseti
 • Davíð Guðmundsson, varaforseti
 • Guðný Stefnisdóttir, meðstjórnandi
 • Hafdís Leifsdóttir, meðstjórnandi
 • Jóhannes Hermannsson, meðstjórnandi

 

Varamenn:

 • Árni Ingvason
 • Berglind Hilmarsdóttir
 • Björn Erlendsson
 • Sigurbjörn Sigurðsson
 • Sigurður Kristinsson
 • Skoðunarmenn reikninga, Sigurður Kristinsson  
  og Unnur Teits Halldórsdóttir

Einar H. Kvaran, f. 1859 – d. 1938

Einar H. Kvaran var mikilsvirtur höfundur og skrifaði bæði skáldsögur og smásögur í raunsæislegum stíl auk fyrirlestra og erinda. Hann þýddi auk þessa mikið af efni yfir á íslensku. Hann var fyrsti ritstjóri tímaritsins Morguns sem var gefið út á vegum SRFÍ til ársins 1998. Einar ritaði allmikið um trúmál og lenti í nokkrum deilum um þau. Á þessum tíma var efnishyggjan og trúin á andann að togast nokkuð á í sál hans. Þá fékk hann í hendur rit F.W.H. Myers, sem nefndist Persónuleiki mannsins og framhaldslíf hans eftir líkamsdauðann. Eftir þann lestur var áhugi hans óslökkvandi. Árið 1903 ritaði hann grein í Norðurland, sem hann ritstýrði, um ódauðleika sálarinnar og segir þar frá áður nefndri bók Myers. Sú grein mun vera það fyrsta, sem ritað er um sálarrannsóknir á Íslandi. Síðan stofnar Einar H. Kvaran, Haraldur Níelsson, guðfræðiprófessor og nokkrir aðrir í Reykjavík, Tilraunafélagið sem hafði þann tilgang að ná sambandi við framliðna. Fyrsta opinbera fyrirlestur sinn um spíritisma flutti hann árið 1905. Fyrirlesturinn vakti upp mikla andstöðu og andsvör, en varð til þess að vekja þjóðarathygli og mikinn áhuga á málinu. 

Sr. Haraldur Níelsson, f. 1868 – d. 1928

Séra Haraldur Níelsson er fyrsti varaforseti SRFÍ og var á þessum árum að vinna að stórvirki sínu, þýðingu Gamla testamentisins úr hebresku. Sagt er að við starf hans að biblíuþýðingunni hafi honum orðið ljóst hve röngum hugmyndum um hina helgu bók var haldið að mönnum í nafni vísindalegrar guðfræði. Því var hugur hans spurull og opinn fyrir nýjum sannleika. Á fyrstu áratugum 20. aldar naut sr. Haraldur Níelsson mikilla vinsælda. Hann varð eindreginn áhugamaður spíritismans, en jafnframt hafnaði hann eldri guðfræðikenningum. Sr. Haraldur varð svo vinsæll að færri komust til að hlýða á messur hans en vildu og þurftu jafnvel að útvega sér aðgöngumiða. Lengi munu þeir félagar Einar og Haraldur hafa barist við efasemdirnar og er haft eftir séra Haraldi síðar, að sennilega hefði hann gefist upp ef Einar H. Kvaran hefði ekki haft sína dæmalausu þrautseigju til að bera. En að lokum sannfærðust þeir algerlega ásamt öðrum sem höfðu unnið að tilraununum með þeim. 

Forsetar félagsins frá stofnun 1918

1918 – 1938
Einar Hjörleifsson Kvaran

1938 – 1939
Séra Kristinn Daníelsson

1939 – 1960
Séra Jón Auðuns

1960 – 1963
Séra Sveinn Víkingur

1964 – 1966
Séra S. Haukur Guðjónsson

1966 – 1969
Guðmundur Einarsson

1969 – 1972
Úlfur Ragnarsson

1972 – 1978
Guðmundur Einarsson

1978 – 1980
Ævar R. Kvaran

1980 – 1984
Guðmundur Einarsson

1984 – 1985
Örn Friðriksson

1985 – 1987
Örn Guðmundsson

1987 – 1989
Geir R. Tómasson

1989 – 1991
Guðjón Baldvinsson

1991 – 1992
Kolbrún Hafsteinsdóttir

1992 – 1993
Guðjón Baldvinsson

1993 – 1995
Konráð Adolphsson

1995 – 1997
Guðjón Baldvinsson

1997 – 2000
Gunnar St. Ólafsson

2000 – 2005
Ásta Davíðsdóttir

2005 – 2007
Guðrún Benediktsdóttir

2007 – 2015
Magnús Már Harðarson

2015 – 2017
Bryndís Emilsdóttir

2017 –2019
Björn Erlendsson

2019 –núverandi
Bára Sigurjónsdóttir